Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Síða 13

Sameiningin - 01.08.1902, Síða 13
93 The Luther Leagne of America var fullmyndaö á þingi einu, sem í því skyni var haldiS í Pittsburg, Pa., tvo seinustu dagana í Október 1895. En fyrsti undirbúningr þess félag- skapar er frá 1887, og má þá byrjan þakka ungmennafélagi í þýzk-lúterskum söfnuði (St. Peter’s) í New York. Þetta alls- herjar bandalag fyrir unga fólkið í lútersku kirkjunni hér í Vestrheimi er ekki bundið við neina sérstaka deild þeirrar kirkju. Hugmyndin er meðfram, að félag þetta geti orðið band til þess að binda lútersku kirkjudeildirnar saman, nýtt afl til að draga þær hverja nær annarri. En lang-mest gætir í þeim félagskap enn sem komið er hinna enskumælandi flokka í lútersku kirkjunni. Fyrirkomulagið er mjög svipað því, sem er í Christian Endeavor og öðrum slíkum félögum reformeruðu kirknanna. Og þaðan er hreyfingin runnin inn í lútersku kirkjuna. Meðlimatala í Luther League var fyrir 4 árum (sam- kvæmt Lutheran Cyclopedia, sem þeir dr. Jacobs og Haas prestr gáfu út 1899) getið til að vera myndi 70 þúsundir. Þeirri tölu er enn haldið. Og virðist eftir því vöxtr félagsins út á við fara seint. Þess má geta, að Bandalag kirkjufélags vors kaus á fundi þess að Garðar í Júnf séra Björn B. Jónsson til að mceta sem erindsreki af vorri hálfu á Luther League-þinginu í St. Paul, sem séra Jón J. Clemens segir frá. En hann hindraðist frá að vera þar. --------------------- Reuol eða Jetró og Hóbab. Tengdafaðir Mósesar er, svo sem alkunnugt er, í biblí- unni ýmist nefndr Regúel (Ragúel, réttara Reuel) eða Jetró. Þá er maðr þessi birtist fyrst í hinni helgu sögu, er hann nefndr Reuel (2. Mós. 2, 18). En mjög skömmu síðar er hann kallaðr Jetró (2. Mós. 3, 1). Seinna koma nöfn þessi fyrir til skiftis. Þetta hefir lengi þótt undarlegt. En gamla testa- mentis ,,kritíkin“, sem nú tíðkast, gjörir sér grein fyrir því með kenning sinni um það, á hvern hátt Mósesbœkrnar og

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.