Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 2
2 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR KÖNNUN Væntingavísitala Gallup hrundi í síðasta mánuði eftir nær samfellda hækkun undanfarna mánuði. Vísitalan hefur aðeins einu sinni hrunið jafn mikið milli mánaða, í nóvember 2008 að bankahruni nýafstöðnu. Vísitalan er stillt þannig að hún standi í 100 stigum ef jafn marg- ir eru bjartsýnir og svartsýnir. Ef hún fer undir 100 eru fleiri svart- sýnir, en fari hún yfir 100 hafa bjartsýnir yfirhöndina. Væntingavísitalan datt úr tæp- lega 68 stigum í september í 32 stig í október. Í október 2008 stóð hún í 23,2 stigum. Lægst fór hún þó í janúar í fyrra, í 19,5 stig. Mestu munar um minnkandi tiltrú fólks á að ástandið í efna- hags- og atvinnumálum þjóðar- innar muni batna á næstunni, sam- kvæmt upplýsingum frá Capacent Gallup. Væntingar almennings eru mældar í byrjun hvers mánaðar, og í október fóru mælingarnar fram um svipað leyti og þúsund- ir mótmæltu á Austurvelli. Sam- kvæmt upplýsingum frá Capacent er talið að andrúmsloftið hafi haft talsverð áhrif á vísitöluna. - bj Talið að mótmælin á Austurvelli hafi haft áhrif á það að væntingavísitala Gallup hrundi í október: Svartsýnin ekki meiri síðan í hruninu BANDARÍKIN, AP Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings og 37 sæti í öldunga- deildinni. Kannanir hafa bent til þess í allt haust að demókratar muni tapa meirihluta sínum í full- trúadeildinni en halda naumum meirihluta í öldungadeildinni. Tölfræðingurinn Nate Silver hjá New York Times, sem vakti mikla athygli með nákvæmum spám fyrir forsetakosningarnar 2008, spáði í gær repúblikönum 232 sætum í fulltrúadeildinni og 48 í öldungadeildinni en demó- krötum 203 sætum og 52. - mþl Þingkosningar á morgun: Repúblikanar sigurstranglegir GRÍNFUNDUR Spjallþáttastjórnendurnir Jon Stewart og Stephen Colbert héldu á laugardag fjölmennasta landsins í Washington. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Kjarngóð næring Ósaltað Ósykrað Engin aukaefni www.barnamatur.is Lífrænn barnamatu r Ungur Íslendingur lést þegar hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi aðfaranótt laugardags. Maðurinn hét Kjart- an Björns- son og var búsettur í Noregi. Kjartan var 23 ára gamall, fæddur árið 1987, og lætur eftir sig unnustu. Slysið varð um klukkan hálfeitt aðfaranótt laugar- dags. Engin vitni voru að atvikinu önnur en stjórn- andi lestarinnar. Lestin var á miklum hraða og er talið að maðurinn hafi látist sam- stundis. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Drammen er talið að um slys hafi verið að ræða en rann- sókn stendur yfir. Lét lífið í Drammen „Þórarinn, þarf þá forvarnar- starfið ekki að spítta í lófana?“ „Jú, það þarf vissulega á örvun að halda, sama hvaðan hún kemur.“ Þórarinn Tyrfingsson er formaður aðal- stjórnar SÁÁ. Fréttablaðið greindi á laugar- dag frá nýrri norrænni rannsókn þar sem fram kemur að hlutfall ungmenna sem prófað hafa amfetamín er hæst á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. STJÓRNMÁL Gera á almenningi auð- veldara en nú er að óska eftir upp- lýsingum frá stjórnvöldum, sam- kvæmt drögum að breytingum á upplýsingalögum. Lögin tóku gildi árið 1997. Með þeim er almenningi tryggður rétt- ur til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum og hefur reynslan sýnt að þau hafa falið í sér umtals- verða réttarbót. Ríkisstjórnin taldi rétt að láta endurskoða lögin. Bæði hefði umfang stjórnsýslunnar aukist og breytingar orðið á umhverfi henn- ar, meðal annars vegna tæknifram- fara. Þá hefðu kröfur almennings til aðgangs að upplýsingum um opinber málefni aukist. Liður í því að auðvelda aðgengi fólks að upplýsingum er að slaka á kröfum um tilgreiningu á máli. Felst breytingin í því að viðkomandi getur tilgreint það málefni sem hann óskar að kynna sér en mun ekki þurfa að tilgreina það með nákvæmum hætti. „Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna þau mál sem efnislega falla undir það mál- efni sem tilgreint er í beiðni um aðgang,“ segir í greinar gerð með frumvarpsdrögunum. Sú breyting er líka gerð að upp- lýsingalög eiga að ná til fleiri aðila en nú er. Á það við um fyrirtæki sem eru í eigu hins opinbera að 75 prósentum hluta eða meira. Á það til dæmis við um Landsvirkjun, Orku- veitu Reykjavíkur, RARIK og fleiri, eftir því sem fram kemur í frum- varpinu. Undanþágur verða þó á þessu. Þannig eiga upplýsingalög ekki að ná til þeirra sem fengið hafa eða sótt hafa um skráningu í kauphöll. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að á slíkum fyrirtækjum hvílir þegar rík skylda til að veita upp- Auðvelda aðgang að opinberum gögnum Upplýsingalögin eiga að taka til fleiri aðila en nú er og auðvelda á aðgengi að upplýsingum, samkvæmt drögum að breytingum á upplýsingalögum. VIRKJAÐ Upplýsingalögin ná til fyrirtækja í eigu opinberra aðila, nái breytingar á þeim fram að ganga. Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur myndu þá falla undir lögin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Væntingavísitala Gallup 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 200 150 100 50 0 Heimild: Capacent Gallup Gildandi lög Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál [...] Réttur til aðgangs að gögnum nær til: 1. allra skjala sem mál varða; 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn. Stjórnvöldum er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið er á um í þessum kafla, nema fyrirmæli laga um þagn- arskyldu standi því í vegi. Frumvarpsdrög Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál [...] Réttur til aðgangs að gögnum nær til: 1. allra gagna sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili samkvæmt I. kafla laga þessara hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda, 2. dagbókar- færslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Ef ákvæði 6. til 10. gr. um takmarkanir á upplýs- ingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess. Dæmi um breytingar á gildandi lögum lýsingar um starfsemi sína. Þá er áfram byggt á þeirri reglu að vegna samkeppnishagsmuna sé heimilt að undanþiggja ýmsar upplýsingar aðgangsrétti almennings. Endurskoðun laganna önnuðust Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við Háskól- ann í Reykjavík, og Þórhallur Vil- hjálmsson, yfirlögfræðingur Alþing- is. bjorn@frettabladid.is HAMFARIR Hlaup hófst í Grímsvötnum seinnipartinn í gær. Um níuleytið í gærkvöld hafði yfirborð vatnsins hækkað um tíu sentímetra. Gunnar Sigurðsson, vatna mælingamaður hjá Veðurstofunni, segir líklegt að hlaupið fari vaxandi næstu daga. Síðasta hlaup í Grímsvötnum var árið 2004 og þá hafi það tekið fjóra til fimm daga að ná hámarki. Gunnar telur ólíklegt að brúin yfir Gígjukvísl eigi eftir að skemmast í hlaupinu. „Þetta er ekki Skeiðarárhlaup og á líklega ekki eftir að verða það stórt,“ segir Gunnar. Hann segir mælingar munu halda áfram næstu daga og erfitt sé að segja til um framhaldið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur afar lík- legt að gos í Grímsvötnum eigi eftir að fylgja í kjöl- far hlaupsins. „Þessi atburðarás er mjög svipuð og árið 2004. Ástand eldstöðvarinnar og vatnanna er það líkt að það verður að teljast frekar líklegt að framhaldið verði svipað,“ segir Páll. „Þegar svona hlaup er farið af stað fylgir það ákveðnum lögmálum og atburða- rásin fylgir í kjölfarið.“ Árið 2004 gaus í Grímsvötn- um þremur dögum eftir að hlaup hófst fyrir alvöru. „Það er spurning hversu næmur gikkurinn er á eldstöðinni. Ef hann er mjög næmur getur byrjað gos hvenær sem er,“ segir Páll. - sv Hlaup er hafið í Grímsvötnum og er talið líklegt að gos fylgi í kjölfarið: Gos gæti hafist þá og þegar BRETLAND, AP Bresk stjórnvöld telja víst að sprengjum sem fund- ust í tveimur flugvélum á föstu- dag hafi verið ætlað að granda flugvélum sem flytja áttu þær til Bandaríkjanna. Sprengjurnar voru faldar í pökkum sem sendir voru með UPS og FedEx hraðflutninga- fyrirtækjunum frá Jemen. Bæði fyrirtækin hafa hætt að taka við sendingum þar í landi í bili. Fimm hafa verið handteknir í Jemen vegna málsins. - bj Sprengjur sendar frá Jemen: Áttu að granda flugvélunum Grímsvötn V A T N A J Ö K U L L G íg ju kv ís l Síðujökull Skeiðarárjökull Öræfajökull Jökulhlaup úr Grímsvötnum STJÓRNMÁL Heitt var deilt um til- lögu um að takmarka streymi innflytjenda frá Mið-Austurlönd- um á Norðurlandaráðsþingi æsk- unnar á laugardag. Fulltrúar ungliðahreyfingar Danska þjóðarflokksins lögðu fram tillögu um mál sem olli hörðum viðbrögðum á þinginu, að því er fram kemur í tilkynningu. Einungis fulltrúar Svíþjóðar- demókrata og Sannra Finna studdu tillöguna. Aðrir fulltrúar á Norðurlandaráðsþingi æskunn- ar höfnuðu henni alfarið. Johan Petterson, fulltrúi í for- sætisnefnd Norðurlandaráðs æskunnar, lagði áherslu á að koma yrði eins fram við allt fólk sama hver uppruni þess væri. - bj Norræn æska þingaði: Deilt um inn- flytjendamál

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.