Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 6
6 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 KR. EINTAKIÐ ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan Er rétt að innheimta gjald af þeim sem nota aðstöðu á Hak- inu við Almannagjá? Já 58,3% Nei 41,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga stjórnvöld að setja aukið hlutfall fjármuna til rannsóknar- starfs í samkeppnissjóði? Segðu þína skoðun á visir.is FÓLK Aldís Geirdal Sverrisdóttir, for- maður Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, segir að í árleg- um ferðum Málfundafélags Lögréttu á Þingvöll sé góð hegðun í fyrirrúmi. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru fulltrúar Orators, félags laga- nema í Háskóla Íslands, kallaðir á teppið hjá formanni Þingvallanefndar og þjóð- garðsverði vegna ölvunar og „skrílsláta“ í Þingvallaferð 10. september síðastlið- inn. Báðust Orator-menn afsökunar. Sigurður Líndal lagaprófessor fór með Lögréttu á Þingvöll 27. ágúst síðastlið- inn. Aldís segir ferðina hafa tekist með eindæmum vel – eins og jafnan fyrr. „Í ferðum Lögréttu er lögð mikil áhersla á góða hegðun og áfengi var því ekki haft um hönd fyrr en eftir að fram- sögu Sigurðar og göngu um Þingvelli lauk. Síðan voru haldnir Lögréttuleik- arnir og framsögumaður ársins krýndur en umfjöllunarefnið var vændi,“ segir Aldís. „Sigurður þakkaði fyrir mikinn áhuga og góða athygli. Lögrétta brýnir mjög fyrir félagsmönnum sínum að góð hegð- un endurspeglar lagadeild HR og skól- ann sjálfan,“ segir formaður Lögréttu. Eins og Orator býður félagið almenningi ókeypis lögfræðiaðstoð og stendur fyrir málþingum um ýmis brýn mál. - gar Laganemar í Háskólanum í Reykjavík segja sínar Þingvallaferðir fara vel fram: Drukku ekki fyrr en Líndal hafði talað LÖGRÉTTA Á ÞINGVÖLLUM Sigurður Líndal prófessor upplýsti upprennandi lögfræðinga í HR í vísindaferð á Þingvöllum í lok ágúst. MYND/STEVEN JOHNSON Sýknaður af árás Karlmaður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa stungið blóðugum fingri í munn lögregluþjóns. Maðurinn, sem var ákærður fyrir hættulegt brot á sótt- varnalögum, reyndist vera smitaður af lifrabólgu C. DÓMSMÁL Ákærður fyrir spark Ríkissaksóknari hefur ákært mann um þrítugt fyrir að sparka í sköflung lög- reglumanns sem var við skyldustörf. Samkvæmt ákæru átti atvikið sér stað á heimili hins ákærða í Grindavík. Fimmtán dagar fyrir þjófnað Tæplega fertugur karl hefur verið dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir þjófn- að. Maðurinn er sakfelldur fyrir að stela ýmsum veiðibúnaði úr bílskúr í Reykjanesbæ. Hann játaði sök fyrir dómi. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur oft áður verið dæmdur fyrir brot á hegningarlögum. BRASILÍA, AP Allt bendir til þess að Dilma Rousseff hafi sigrað í ann- arri umferð forsetakosninganna í Brasilíu. Endanlegar niðurstöður lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Rousseff hlaut 46,9 pró- sent atkvæða í fyrri umferð- inni en Jose Serra hlaut 32,6 prósent. Rousseff er náin núverandi forseta landsins, Luiz Inacio da Silva, sem er gífurlega vinsæll eftir átta ára setu. Rousseff mun hafa heitið því að halda miklu sambandi við da Silva sem for- seti. - þeb Forsetakosningar í Brasilíu: Rousseff talin sigurvegari DILMA ROUSSEFF UTANRÍKISMÁL Ísland yrði hluti af einu sterkasta efnahagskerfi heims, næðu hugmyndir Gunn- ars Wetterberg, sænsks sagn- fræðings, fram að ganga. Wetter- berg skrifaði nýverið bókina Sambandsríkið Norðurlönd, þar sem hann greinir frá því hvernig Norðurlandaríkin fimm myndu hagnast á því að samein- ast og taka meðal annars upp sameigin leg hagkerfi, atvinnu- markað, utanríkis- og öryggis- málastefnu. Wetterberg segir löndin myndu verða mun sterkari innan Evr- ópusambandsins (ESB) væru þau sameinuð. „ESB getur hunsað fámenn lönd með lítil hagkerfi. En það yrði erfitt að líta fram- hjá sterku sambandsríki eins og þetta myndi verða,“ segir Wetter- berg. „Það yrði í fjórða til fimmta sæti yfir sterkustu efnahags ríkin innan ESB og ég tel að slíkt myndi setja hlutina í nýtt samhengi.“ Sambandsríkið Norðurlönd myndi veita Íslandi hlutdeild í einu sterkasta efnahagsríki heims og segir Wetterberg að slíkt myndi auka vægi landsins gríðarlega á alþjóðavettvangi. „Vettvangur fyrir norræn fyrirtæki myndi breikka og sam- vinna í rannsóknum og háskóla- starfi aukast,“ segir hann. „Það yrðu stórvægilegir kostir í þessu fyrir Ísland.“ Ný rannsókn sem greining- arfyrirtækið Oxford Research gerði meðal íbúa Norðurlanda- ríkjanna leiðir í ljós að 42 pró- sent fólks eru jákvæð gagnvart hugmyndinni um pólitíska sam- einingu þeirra. Wetterberg segir niðurstöðurnar koma sér gríðar- lega á óvart. „Við erum öll vön því að búa í fimm sjálfstæðum ríkjum. Fólk þarf virkilega að velta þessu fyrir sér í nokkur ár til þess að sjá þetta í samhengi. Þess vegna Sameining ríkjanna fæli í sér sóknarfæri Gunnar Wetterberg sagnfræðingur telur að Norðurlandaríkin ættu að samein- ast í eitt sambandsríki og það myndi gera þau að einu sterkasta ríki heims. Sam- eining myndi auka vægi Íslands gríðarlega á alþjóðavettvangi, segir Wetterberg. ÍTALÍA Átta ítalskir læknar hafa verið dæmdir til fangelsisvistar eftir að hafa framkvæmt yfir 80 aðgerðir á sjúklingum sínum alger- lega að nauðsynjalausu. Læknarn- ir fjarlægðu meðal annars líffæri úr sjúklingunum til að fá greiðslur frá heilbrigðisyfirvöldum. Læknarnir ráku læknastofu í Mílanó, sem ítalskir fjölmiðlar kalla „hryllingslæknastofu“, að því er fram kemur í frétt BBC. Í það minnsta fimm aldraðir sjúklingar eru taldir hafa látist vegna óþarfra aðgerða sem framkvæmdar voru á læknastofunni. Yfirskurðlæknirinn á læknastof- unni hlaut fimmtán og hálfs árs dóm fyrir helgi fyrir manndráp og fjársvik. Hann hefur þegar til- kynnt að hann muni áfrýja dómin- um, og segist vera gerður að blóra- böggli í málinu. Saksóknarar fullyrða að sam- tals 83 aðgerðir sem gerðar voru á árunum 2005 til 2007 hafi verið óþarfar. Eitt dæmi var 88 ára kona sem var skorin upp þrisvar þegar ein aðgerð hefði dugað. Þá fjar- lægðu læknarnir bæði brjóst átján ára stúlku án þess að nokkur þörf væri fyrir aðgerðina. - bj Læknar fá þunga dóma vegna óþarfa aðgerða á „hryllingslæknastofu“ á Ítalíu: Fjarlægðu líffæri að nauðsynjalausu AÐGERÐIR Læknarnir á læknastofu sem kennd var við heilaga Ritu framkvæmdu 83 óþarfa aðgerðir. NORDICPHOTOS/AFP Viðhorf Norðurlandabúa til sameiningar 40 35 30 25 20 15 10 5 0% GUNNAR WETTERBERG Sambandsríki Norðurlandaríkjanna fimm myndi styrkja stöðu Íslands verulega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI finnst mér þetta ótrúlega hátt hlutfall,“ segir hann. „Það er ekki búið að ræða mikið um þessi mál. Vonandi mun enn fleira fólk líta á þetta jákvæðum augum þegar smáatriðin verða skoðuð og umræður farnar af stað til að leysa þau vandamál sem munu eflaust koma upp.“ sunna@frettabladid.is Mjög hlynnt(ur) Hlynnt(ur) Andvíg(ur)Mjög andvíg(ur) Tveir af hverjum fimm Norðurlandabúum eru annað hvort mjög hlynntir eða frekar hlynntir því að Norðurlöndin sameinist í eitt sambandsríki. 40 prósent 1.032 svarenda frá löndunum fimm eru andvígir hugmyndinni. Svíar og Íslendingar virðast taka best í hugmyndina. Almennt segjast svarendur þó ekki hafa mikla þekk- ingu á núverandi samstarfi Norðurlandanna. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.