Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 21
FASTEIGNIR.IS 1. NÓVEMBER 201044. TBL. Fasteignasalan Eignamiðlun hefur til sölu virðulegt og vel byggt einbýlis- hús á sjarmerandi baklóð í Skerjafirði. V ið Bauganes í Skerjafirði hefur Eignamiðlun til sölu stórt og fallegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara. Húsið er rúmlega 191 fer- metri að stærð og bílskúr með rafmagni fylgir eigninni. Húsið er talið vera eitt fyrsta húsið í Reykjavík sem byggt var í svokölluðum „fúnkís“-stíl og er byggt árið 1932. Húsið er sérstaklega fallega staðsett, stendur hátt á gróinni lóð með fallegri gras- flöt í kring og góðri aðkomu. Á neðri hæð hússins er anddyri, snyrt- ing, hol, eldhús, tvær samliggjandi stofur er snúa til suðurs og borðstofa. Úr stofu er gengið út á suðurlóð. Eldhús er með eldri innréttingu og borðkrók. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi með góðum skápum í hjónaherbergi, sjónvarpshol og baðher- bergi með baðkeri og glugga en á gólfum er dúkur. Hægt er að ganga út á svalir á efri hæð hússins. Í kjallara er snyrting og herbergi ásamt þvottahúsi og geymslum en lofthæð í kjallara er um 180 sentimetrar. Vel byggt hús á gró- inni lóð í Skerjafirði Húsið stendur hátt á gróinni lóð og nýtur sín vel. Viðhaldsfrítt einbýli Fasteignasalan Torg er með á skrá við- haldsfrítt einbýlishús við Breiðahvarf 17 í Kópavogi. H úsið er staðsett á hornlóð, með miklu útsýni, innbyggðum bílskúr og 60 fermetra gestahúsi, innréttað sem fullbúin íbúð. Það er viðhaldsfrítt, steinað og álgluggar eru með granítáferð. Allar innréttingar og hurðir eru með liggjandi hnotu og öll borð úr graníti. Hiti er í öllum gólfum og lofthæð góð, lægst 2,80 metrar og fjórir metrar í aðalrými hússins. Gólfefni er náttúrusteinn og gegnheilir eikarplankar olíubornir, barðir og lakkaðir. Útgengt er úr öllum her- bergjum hússins út í garð, með stuðlabergi, stórum veröndum og rafmangsnuddpotti. Steyptir skjólveggir eru kringum allt húsið og 250 fermetra upphitað bílaplan. Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með fataskáp. Frá henni liggur gangur og þar á hægri hönd er samliggjandi eldhús, borðstofa og sjónvarpshol. Því næst tekur við stofa og úr henni er útgengt á svalir. Í stofu er arinn úr blágrýti sem er opinn úr stofu og frá eldhúsi og borðstofu. Frá for- stofu innar á gangi er gestasalerni. Hjóna- herbergi er með fataherbergi og bað herbergi inn af því. Á hæðinni er herbergi og þvotta- hús og innan gengt í bílskúr. Frá gangi er gengið niður nokkrar tröppur og komið inn í hol, inn af því eru tvö herbergi og salerni. Húsið er teiknað af Sigurði Pálma Ás- bergssyni arkitekt. Innanhúshönnun var unnin í samráði við Rut Káradóttur og er samræmd í öllu húsinu. Steyptir skjólveggir eru kringum allt húsið og 250 fermetra upphitað bílaplan. Stórar timburverandir úr harðviði eru á lóðinni og stuðlaberg prýðir garðinn. Í stofu er parkett á gólfi og arinn úr blágrýti sem er opinn úr stofu og frá eldhúsi og borðstofu. Eldhúsið er rúmgott með sérsmíðaðri innréttingu og stórri eyju með granítborðplötu. Þarftu að selja fasteign? Seldu fasteignina hjá okkur!Þú hringir, við seljum! 512 4900 Sigurður S. 896 2312 lögg. fasteignasali Friðbert S. 820 6022 Sölufulltrúi Rúnar S. 842 5886 Sölufulltrúi Þórarinn S. 770 0309 Sölufulltrúi Magnús S. 897 8266 lögg. fasteignasali Vantar eignir á söluskrá Heimili Fasteignasala • Skipholt 29a • Sími: 530 6500 • www.heimili.is Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Daníel Björns on lög . leigumiðlari Bogi Péturs on lög . fasteignasali Fin bogi Hilmars on lög . fasteignasali Einar Guðmunds on lög . fasteignasali Jónsgeisli. Nýlegt 215 fm endaraðhús með innbyggðum 26 fm bílskúr V. 47,9 m. Haukdælabraut. Ný 175 fm parhús á einni hæð með innbyggðum 35 fm bílskúr. Einstök staðsetning í jaðri byggðar við ósnerta náttúruna. Sæbólsbraut - aukaíbúð. Nýkomið í sölu um 280 fm endaraðhús með aukaíbúð í kjallara. Vel skipulagt hús með fjórum herb. & tveim stofum. Gott ástand og fallegt útsýni. V. 50,0m Hraunbær - Hveragerði. Ný 170 fm parhús á einni hæð með innbyggðum 35 fm bílskúr. Afhendist fullbúið að utan og fokhelt að innan. V. 18,9 m Áhv. 15,0 m íls. Pílutún - Akureyri. Vandað, nýtt og fullbúið 150 fm endaraðhús með innbyggðum 32 fm bílskúr. Vandaðar innréttingar og tæki. V. 36 m Gullengi - 5 herbergja. Falleg opin og björt 140 fm endaíbúð á 3. hæð. Sérinngangur, stórar svalir. mikið útsýni og vel innréttuð. Kauptilboð Selbrekka - Tvær íbúðir. Mikið endurnýjað 230 fm einbýlishús með 2ja herbergja aukaíbúð á neðri hæð. Nýlegar innréttingar og golfefni, raf- og pípulagnir. Góður bakgarður, sólpallur með heitum potti. Ólafsgeisli- einbýli. Vandað fullbúið 240 fm hús með innbyggðum 35 fm bílskúr. 5 herbergi. Vandaðar innréttingar og tæki. Skúlagata - eldri borgarar. Mjög vel skipulögð 63,6 fm íbúð á 7. hæð auk 15 fm stæði í bílageymslu, samtals 78,6 fm Hrísrimi - 4ra herb. Góð vel skipulögð 90 fm neðri hæð í enda. Sérinngangur og verönd í sérgarði V. 21,5 m. Áhv. 16,0 m. Brekkubyggð - með bílskúr. Gott 90 fm sérbýli og 20 fm bílskúr. Tvö góð herbergi og mikið útsýni. V. 24 m . Drápuhlíð - sérhæð. Góð 125 fm efri sérhæð. Gott skipulag sem býður upp á nokkra möguleika. Tvö stór herbergi og samliggjandi stofur með suður svölum. Grandavegur - 60 ára og eldri. Mjög góð 45 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð með yfirbyggðum svölum. V 15,5 m. Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson lögg. leigumiðlari Eignir Óskast. Óskum eftir einbýlishúsi/ Sérbýli í Seláshverfi og Árbæ fyrir ákveðna kaupendur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.