Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 29
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 2010 3 Franski arkitektinn Dominique Perrault vill endurskilgreina hugtakið borg. Franski arkitektinn Dominique Perrault er fulltrúi Frakka á Fen- eyjatvíæringnum í arkitektúr í ár. Hann fæddist 1953 í Clermont- Ferrand í Frakklandi, útskrifaðist sem arkitekt frá École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París 1978 og hefur síðan bætt við sig mastersgráðum bæði í borgar- skipulagi og sögu. Síðan hann út- skrifaðist hefur hann unnið hverja alþjóðlegu arkitektúrsamkeppnina á fætur annarri og öðlaðist heims- frægð þegar hönnun hans á Þjóðar- bókasafninu í París hlaut hin eftir- sóttu Mies van der Rohe verðlaun árið 1997. Meðal annarra þekktra verka hans eru hjólabrautin og sundlaug- in á Ólympíuleikvanginum í Berlín, Ólympíutennishöllin í Madríd, við- bygging við Mariinsky-leikhúsið í Pétursborg og fleiri og fleiri. Verð- laun og viðurkenningar hafa sópast að honum og nú síðast hlaut hann gullmedalíu frönsku arkitektaaka- demíunnar, Académie d’Architect- ure 2010 fyrir ævistarfið. Á seinni árum hefur hann ein- beitt sér æ meira að borgarskipu- lagi, vann meðal annars sam- keppnir um nýtt skipulag mið- borgarinnar í Sofíu í Búlgaríu og Dónársvæðið í Vín, og verk hans á Feneyjatvíæringnum nefnist Metropolis. Hann heldur því fram að hugtökin borg og metropolis þarfnist endurskilgreiningar á 21. öldinni: „Borg er sögulegt hug- tak sem notað er um staðlaðar að- stæður,“ segir hann í samtali við vefsíðuna ARTINFO og bendir á að á flestum stöðum í veröldinni sé hugtakið borg notað um gaml- an miðbæ frá miðöldum sem sé í andstöðu við útborgir og dreifbýli. „Öll þessi hugtök eru að sligast undan sögulegum skilgreining- um og ekkert tillit tekið til þess að þessir staðir hafa gjörbreyst og eru í stöðugri þróun með öðruvísi íbúum og breytilegri afstöðu sín í milli.“ ARTINFO telur víst að sýn- ingarskáli Perraults muni hleypa auknu lífi í umræðuna um skipu- lag og breytt hlutverk borga. Til gamans má geta þess að verk Perraults voru sýnd í Hafnarhús- inu á vegum Listasafns Reykjavík- ur í nóvember 2003. Hér má sjá nokkur sýnishorn af verkum hans. fridrikab@frettabladid.is Borg er sögulegt hugtak Viðbyggingin við Mariinsky-leikhúsið í Pétursborg sýnir stíl Perraults vel. Töfraskálin í Tennishöllinni í Madríd þykir snilldarhönnun. Perrault varð heimsfrægur á einni nóttu fyrir hönnun þjóðarbókasafnsins í París. Dominique Perrault vill endurskilgreina hugtakið borg og hleypa náttúrunni að. ● VAXIÐ BURT AF BORÐUM OG DÚKUM Tími kertaljósa er runninn upp. Að sama skapi eykst hættan á því að kerta- vax leki á fín borð og skenki og erfiðlega getur gengið að losna við vaxið án þess að eiga á hættu að skemma yfirborð húsgagnsins. Gott ráð er að hita vaxið með því að beina hárblásara að því. Að því loknu má skrapa vaxið af með krítarkorti. Þegar vax lekur á dúk er eitt ráð að strekkja dúkinn á til dæmis skál og festa með teigju. Mest af vaxinu er kroppað af en síðan er skálinni komið fyrir í vaski og sjóðandi vatni hellt yfir vaxið, sem leysist þá upp og skolast burt. Bókina Svona á að... er bráðnauð- synlegt að eiga á heimilinu enda eru þar leiðbeiningar um allt milli himins og jarðar. Meðal þess sem kennt er í bókinni með texta og myndum er hvernig losa eigi stíflu í klósetti. Fyrst skal setja upp hanska og fjarlægja megnið af vatninu úr klósettskálinni með því að ausa því í fötu. Þá er drullusokknum beitt tíu sinnum eða svo. Ef meira þarf til er gott að rétta úr vírherða- tré og reka það niður í stífluna. Ef enn er stífla skal reka stíflu- snigil niður, snúa og kippa í til að losa stífluna. Að lokum er sturtað niður og ef allt fer að óskum fer vatnið að renna niður. Vafalaust hafa margir lent í því að missa eitthvað verðmætt í vask og talið að hringurinn, eða hvað- eina, væri tapað að eilífu. Í bók- inni Svona á að er einnig kennt hvern- ig losa eigi vatnslás á vaski. Skrúfað er fyrir vatnið. Fötu komið fyrir, fyrir neðan vatnslásinn. Rærnar á vatns- lásnum eru losaðar, hann er tekinn frá og leitað að dýr- gripnum í bogna hlutanum. Þegar hann hefur verið endurheimtur er vatns- lásinn festur á aftur. Stíflan losuð og dýrgripum bjargað Þegar eitthvað kemur uppá í baðher- berginu er ekki nauðsynlegt að kalla strax á fagmanninn. Ýmislegt getur maður leyst sjálfur. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.