Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 12
12 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan Þ að eru sex ár síðan hópur innan KFUM og K hóf verkefnið „Jól í skókassa“. Verkefnið snýst um að safna jólagjöfum handa munaðarlausum og veikum börnum í Úkraínu. Í gegnum Evrópusamband KFUM höfðu skapast tengsl við samtökin í Úkra- ínu og þannig barst hópnum til eyrna að á svæðinu byggi mikill fjöldi barna við erfið- ar aðstæður. Aðstæður sem jafnvel Íslend- ingar í kreppu eiga erfitt með að ímynda sér. Fljótt vaknaði sú hugmynd að gleðja þessi börn og gera þeim lífið auðveldara með því að fá íslensk börn og allan almenn- ing til að gefa þeim einfaldar jólagjafir, pakkaðar inn í skókassa. Viðtökurnar hafa verið frábærar og þúsundir gjafa glatt börn undanfarin ár sem annars fengju enga jóla- gjöf. Hvert ár hafa fulltrúar hópsins farið til Úkraínu og fylgst með dreifingu jólagjaf- anna og skoðað aðstæður þar sem gjöfunum hefur verið dreift. Nokkrar umbætur hafa orðið frá því að okkar fólk fór fyrst til Kir- ovograd. Stjórnvöld hafa látið meira fé til munaðarleysingjaheimila þar sem aðstæður hafa verið afar frumstæðar. Að sama skapi hefur verkefnið hjálpað við uppbygginguna með kaupum á þvottavélum, rúmdýnum, tónlistar vörum o.fl. Sú upplifun að sjá við- brögð barnanna þegar þau fá jólagjafirnar frá Íslandi segir okkur líka að ekki þarf mikið til að hleypa gleði í líf margra. Gjafirnar eru einfaldar en jafnframt fjölbreytilegar og gagnlegar fyrir börnin. Settir eru margvíslegir hlutir eins og leik- föng, skriffæri, hreinlætisvörur, sælgæti og fatnaður í skókassa sem pakkað er inn í jólapappír. Við móttöku skókassanna höfum við síðan bætt í þá Biblíumynd með texta á úkraínsku. Á heimasíðu verkefnisins, www. skokassar.net, má finna nákvæmari leið- beiningar. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem tekið hafa þátt og hjálpað okkur við verkefnið. Fórnfúsir ein- staklingar hafa lagt mikið af mörkum við að hvetja fólk til að búa til gjafir, safna þeim saman og koma til miðstöðvar söfnunar- innar í húsi KFUM og K Holtavegi 28. Hefur þar skapast skemmtilegt andrúms- loft á lokadegi söfnunarinnar þar sem fjöldi fólks hefur mætt með gjafir, þegið léttar veitingar og kynnt sér verkefnið frekar. Í ár verður þessi dagur haldinn laugardaginn 6. nóvember á sama stað og áður. Að síðustu viljum við hvetja sem flesta til að slást í för með þeim sem gefa jól í skó- kassa og læra af eigin raun að það er sannar- lega sælla að gefa en þiggja. Gleðileg skókassajól! Félagsmál Björg Jónsdóttir Skipuleggjandi verkefnisins Jól í skókassa Mikill misskilningur Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flutti ræðu á fundi LÍÚ á fimmtudag þar sem hann brást við gagnrýni forystu LÍÚ á „illa ígrundaðar og óraunhæfar“ hugmyndir stjórnvalda. Hann minnti fundarmenn á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kæmi fram sú veigamikla yfirlýsing að stjórn fisk- veiða skyldi endur- skoða og bætti svo við að ef einhverjir héldu að engin alvara fylgdi þeim orðum þá væri það mikill misskiln- ingur. Fylgir alvara orðunum? Í ræðunni vék Jón einnig að aðildar- viðræðum Íslands við ESB. Hann sagðist hafa mótmælt því aðlögunar- ferli sem nú ætti sér stað og fallast ekki á að málefni ráðuneytisins væru löguð að regluverki ESB meðan aðild hefði ekki verið ákveðin í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Jón minntist hins vegar ekki á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ákvörðun um aðild skuli vera í höndum þjóðar- innar, sem muni greiða atkvæði um samning að loknum aðildarviðræðum. Fylgdi engin alvara þeim orðum? Kreddur og kellingar Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, hefur sætt gagnrýni fyrir orð sín á þá leið að Steingrímur J. Sigfús- son væri eins og kelling, segði ekki orð, á fundi um atvinnumál á Suður- nesjum á fimmtudag. Í gær baðst Ásmundur afsökunar á ummælunum en benti auk þess á að „kerlingabók“ þýðir kredda eða hjátrú samkvæmt orðabók Menningarsjóðs og gaf þar með til kynna að hann hefði notað orðið í þeim skilningi. Hann átti semsagt við að Steingrímur væri hljóðlátur eins og hjátrúarfullur einstaklingur. Það verður að teljast langsótt líking hjá Ásmundi. magnusl@frettabladid.isF réttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnar leysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftar- legum net árásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvu- árásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjall- að um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og sam- gönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjar- skiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óvið- búið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grund- vallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur,“ sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orð- inn áhugasamur um landvarnir – að minnsta kosti á netinu. Ögmundur Jónasson brást skjótt við fréttaflutn- ingi um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárás. Varnir á netinu Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.