Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 34
18 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. dægurs, 6. slá, 8. yfirbreiðsla, 9. kæla, 11. leita að, 12. gerviefni, 14. kryddblanda, 16. í röð, 17. smátt lausagrjót, 18. ennþá, 20. bókstafur, 21. betl. LÓÐRÉTT 1. spaug, 3. skammstöfun, 4. mótrök, 5. hallandi, 7. áleitinn, 10. fæða, 13. slöngu, 15. skál, 16. húðpoki, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. dags, 6. rá, 8. lak, 9. ísa, 11. gá, 12. nælon, 14. karrí, 16. hi, 17. möl, 18. enn, 20. ká, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. grín, 3. al, 4. gagnrök, 5. ská, 7. ásækinn, 10. ala, 13. orm, 15. ílát, 16. hes, 19. na. Ooooh... annað þriggja stiga orð.... monthani! Fyrri tíma skrafl Hmm! Almátt- ugur! Hvaðan í fjand- anum komu allar þessar hrukkur? Þarf ég að fara að smyrja ein- hverjum krem- um á mig? Eða sofa með gúrkur yfir augunum? Ég gæti svosem bara hætt að gretta mig svona mikið! Gott plan! Þau eru svo sætt par. Fyrir utan hana. Og hann. Bæ Sigga! Takk fyrir komuna, þetta var gaman! Þetta var besta gisti- kvöld allra tíma! Þú mátt koma aftur! Mér heyrist að þið Sigga hafið skemmt ykkur ágætlega. Ójá. Ég hef alltaf gaman af því þegar ég get pirrað bróður minn! Get ég nú hætt að haga mér eins og maður? Miðað við hvað trúarbrögð eiga stór-an hlut í sögu og menningararfi heimsins er þekking á næringarinnihaldi í matvælum meiri í dag en helstu atriðum trúar bragða. Sjálf get ég slumpað nokk- urn veginn rétt á kolvetnismagnið í „Minna mál“ bitum Ágústu Johnson og veit að fitu- innihald í Kotasælu er 4,5 grömm (í 100 g). Hins vegar vissi ég ekki fyrr en árið 2001 að ég mætti ekki kalla múslima „múhameðs- trúarmenn“. Að Múhameð væri í þeirra trúarheimi svipaður og Abraham í mínum. Allah var maðurinn. Þetta lærði ég fyrir slysni af sjónvarpinu en ekki á skólabekk. ÞEKKINGARLEYSIÐ skýtur skökku við, því þekking á trúarbrögðum hefur sjaldan verið jafn mikilvæg. Fólk af ólíkum uppruna, með mismunandi lífsskoðanir, býr hlið við hlið í helstu borgum Evrópu. Hrúgast saman en kynnist ekki. Eldfim formúla og erfið þegar þekking fólks á eðli trúarbragða hvers annars er ekki fyrir hendi, um hvað þau snúast og hver eru þeirra sér- kenni. AÐSTÆÐUR í dag kalla á að fólk viti sem mest um trúarbrögð. Í því felst ekki sú fullyrðing að fólk þurfi að trúa. Trúar- bragðakennsla, sem á meðal annars að stuðla að fordóma- leysi, getur hins vegar aldrei orðið annað en fordómafull leggi hún áherslu á að fela ákveðna kima trúarinn- ar. Vettvanginn þar sem trúin er stund- uð, sálmana sem eru sungnir, bænirnar sem eru kyrjaðar. Sálmar, musteri, kirkj- ur eða moskur snúa börnum ekki til trúar, ekki frekar en Keiluhöllin, Kringlan eða Lasertag. Bónusinn sem felst í trúar- bragðakennslu er svo að sjálfsögðu margvíslegur lærdómur um sagnfræði, myndlist, tónlist, bókmenntir, jafnvel mat- armenningu og drykkjarvenjur. TILLÖGUR mannréttindaráðs Reykjavík- urborgar eru á margan hátt skynsamlegar. Trúboð í leik- og grunnskólum er í engum takti við nútímalegt og umburðar lynt þjóð- félag. Og það er ekkert sem réttlætir að kristinni trú sé hampað á kostnað annarra trúarbragða. Réttur einstaklingsins er mikilvægari en réttur meirihlutans í þessu tilfelli. Um trúarbragðafræðslu gilda hins vegar allt aðrar reglur. Núna er rétti tím- inn til að hefja metnaðarfulla fræðslu um öll trúarbrögð og kynna umhverfi þeirra. Sambýli trúarbragða, við þrengri og þrengi kost, er það sem koma skal. Og til að Jói og Emil geti í framtíðinni búið við hlið við hlið og jafnvel deilt eldhúsi er gott að allir viti hver á hvaða kex í hvaða skáp og hver þreif klósettið síðast. Jafnvel skilið það tilfinningalega gildi sem sjónvarpstækið hefur fyrir Emil (enda það eina sem hann erfði frá ömmu). Í fullkominni sambúð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.