Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 36
20 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR20 menning@frettabladid.is Ævar Örn Jósepsson glæpasagna- höfundur er nú staddur á heljar- innar glæpasagnahátíð í Ruhr- héraði í Þýskalandi. Þar les hann upp úr þýskri þýðingu Blóðbergs og smásögu sem hann skrifaði í tengslum við hátíðina. Að sögn Ævars hefur allt gengið ljómandi vel fyrir sig og Þjóðverjar tekið honum vel. „Þessi hátíð stendur í tvo mánuði og svolítið sérstök að því leyti. Það eru margir viðburðir í gangi um allt héraðið og ég kom bara fram á tveim. Höfundarnir sem koma fram skipta því tugum,“ segir Ævar. Og glæpasagnahöfundurinn mætir til leiks með nýja bók fyrir þessi jól. Hún ber heitið Önnur líf og það eru þau Guðni og Katrín sem eru í aðalhlutverkum. Bókin gerist mest í Hvassaleitinu og nær yfir eitt og hálft ár. Hún segir frá því að ráðist er á stúlku sem Katr- ín þekkir til í kjölfar mótmælanna á Austurvelli. Meintir árásarmenn nást en ekki tekst að sanna neitt. Einu ári seinna er aftur ráðist á sömu stúlku og nú er árásin lífs- hættuleg. „Og svo er Guðni í miklu basli, blandast inn í rannsókn á öðrum glæp og verður miðpunktur- inn í henni,“ útskýrir Ævar. Rithöfundurinn viðurkennir að hið spennuþrungna andrúms- loft í þjóðfélaginu sé ákjósanlegt, menn megi hins vegar ekki ofgera hlutunum. „Þetta er vandmeðfarið efni en ég held að það sé mikilvægt að verk úr öllum listgreinum taki á honum, þetta er einstakur tími í sögu þessarar þjóðar.“ - fgg Önnur líf Ævars Arnar MÆTIR MEÐ NÝJA BÓK Ævar Örn gefur út nýja bók, Önnur líf, þar sem persón- urnar Guðni og Katrín verða í aðalhlut- verkum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 20:00 Bókmenntir Norræna Húsið Höfundakvöld Sofi Oksanen Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2010 Aðgangur ókeypis Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík www.norraenahusid.is/ting 28.10.—7.11.2010 í d ag tilboð 3.698,- fullt verð 5.690,- Glóðvolg úr prentsmiðjunni! Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 35% afsl. tilboð gildir út nóvember 2010 Bíldshöfða - Sími 585 7220 - OPIÐ ALLA DAGA Verð frá: 19.990 49.990 (fullt verð 54.990) FÓSTBRÆÐUR Í LANGHOLTSKIRKJU Í tilefni af allrasálnamessu heldur karlakórinn Fóstbræður tónleika í Langholtskirkju klukkan 20 í kvöld. Tónleikarnir bera heitið Til ljóssins og lífsins eru til minningar um látna. Tónlistin ber merki um það en sungnir verða sálmar og lög sem hafa unnið sér sess við margs konar kirkjulegar athafnir. Tónlist ★★★★ Þúsund og ein nótt Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir: Ravel, Bartók og Rimsky-Korsakoff. Einleikari: Þórunn Ósk Marinósdóttir. Þegar Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari var ráðin konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1974 var tekið við hana sjónvarpsviðtal. Þar var hún spurð álits á tónlistinni sem hljómsveitin spilaði. Hún svaraði að henni fynd- ist einum of mikið af Brahms og Beethoven. Hún vildi meiri Mahler og meiri Bartók. Núna, rúmum aldarþriðjungi síðar, hefur hún látið af störfum. Á fimmtudagskvöldið voru kveðju- tónleikar hjá Sinfóníunni, en þar var Guðný í stóru hlutverki – og líka Bartók. Guðný spilaði að vísu ekki einleikinn í Bartók, það gerði Þórunn Ósk Marinósdóttir víólu- leikari. En Guðný var auðvitað konsertmeistarinn. Fyrir þá sem ekki vita er konsertmeistarinn fyrirliði strengjasveitarinnar og í raun hljómsveitarinnar allrar. Hann er líka oft milliliður hljóm- sveitarinnar og stjórnandans. Stjórnandinn að þessu sinni var Petri Sakari. Hann stjórnaði víólu konsertinum eftir Bartók af nákvæmni og innlifun. Og ein- leikarinn var frábær. Þórunn Ósk er einn af okkar fremstu hljóð- færaleikurum. Hún er listakona í algerum sérflokki. Víólukonsert- inn er kannski ekki skemmtileg- asta verk í heimi. Bartók átti bara nokkra mánuði ólifaða þegar hann samdi konsertinn, og nemandi hans lauk við hann. Tónlistin er býsna fráhrindandi, en einleikur Þórunnar var samt bragðmikill, einbeittur og öruggur. Litirnir frá víólunni voru svo fjölbreyttir og fagrir að manni leiddist ekki baun! Tvær aðrar tónsmíðar voru á dagskránni. La Valse eftir Ravel rann ljúflega niður, og Sheheraz- ade eftir Rimsky-Korsakoff var flott. Tónlistin er innblásin af ævintýrunum úr Þúsund og einni nótt. Sheherazade er ein af ótal- mörgum eiginkonum soldáns nokk- urs. Soldáninn hefur ekki mikið álit á kvenþjóðinni og kálar eigin- konum sínum eftir brúðkaupsnótt- ina. En Sheherazade kemst hjá því að vera einnota. Það gerir hún með því að segja soldáninum æsispenn- andi framhaldsævintýri á hverri nóttu. Í þessu verki reyndi heldur betur á Guðnýju. Konsertmeistarinn er í hálfgerðu einleikshlutverki, spil- ar hvert sólóið á fætur öðru. Guðný var sjálfri sér lík, lék af réttu til- finningunni. Prinsar og prinsessur, hrikalegar sjóferðir og kynjaver- ur urðu ljóslifandi. Og hljómsveit- in í heild undirstrikaði þetta fram- andi andrúmsloft. Útkoman var notalega seiðandi. Á eftir stóðu tónleikagestir upp fyrir Guðnýju. Maður á eftir að sakna hennar af þessum vettvangi. Jónas Sen Niðurstaða: Mögnuð frammistaða Þórunnar Óskar Marinósdóttur var einstök. Hljómsveitin spilaði líflega. Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari kvaddi með glæsibrag. Guðný Guðmunds kveður GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Konsertmeistarinn kvaddi Sinfóníuhljómsveitina með stæl. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU ...ég sá það á Vísi Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.