Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 2
194 lcxíukaflanum, hafi gjörzt, cg í hvaöa sambandi þaö standi vií> aöra atburöi. Annaö eins yfirlit yfir atburði guðspjallasögunnar og þaö, er „Sam.“ kemr með frá dr. Riddle, sýnir rneðal annars skýrt, hvernig sögumálið i guðspjalli Jóhannesar á að réttu lagi aö fella saman við atburðina, sem frá er skýrt í hinum guðspjö’.l- imum; einnig það, að Jóhannes segir einkum frá því, sem gjörö- ist á hinum jarðneska æfiferli Jesú (eftir að hann var orðinn opinber persónaj í Júdea fhvað helzt í höfuðborginni, Jerúsal- em) ; en guðspjallamennirnir hinir einkum frá starfsemi Jesú í Galílea. Margt verðr líka auðve't og ljóst, sem annars er ervitt viðreignar eða jafnvel með öllu óskiljanlegt, þegar menn sjá það, sem svo skýrt blasir við á yfirliti dr. Riddle’s, að at- burðunum í hinum fyrri guðspjöllum — allra helzt í guðspjalli ]\fatteusar — er víða al.ls ekki skipað rúm í sögunni eftir réttri tímaröð. Vitanlega getr vafi á Því leikið, hvernig surnurn þáttum guðspjallasögunnar eigi að raða niðr eftir tíma. Á það bendir dr. Riddle í athugasemdum, sem samfara eru tímatals-niðrröðun hans. En að eins sumt af þeim athugasemdum og lítið eitt höf- urn vér þýtt handa „Sam.“, — það, sem oss fannst sunnudags- skólakennurum vorum og öðrum samskonar lesendum vorum myndi he.lzt geta orðið til gagns. Vel þurfa allir, sem eru að eiga við kennslu á sögu guð- spjallanna, að muna eftir því, að hið algenga áratal frá fœöing Krists er ekki alveg rétt. Því skakkar um fjögur ár eða vel það. Vér erum með ártöl vor fjögur ár á eftir tímanum. Það ætti því nú að réttu lagi að vera 1910 i staðinn fyrir 1906. Öálmr. út af Matt. 7, 13. 14, eftir séra Valdemar Briem. (Með sínu lagi.J 1. Völ er á tveimr vegum hér, þá vegi þekki eg báða; eg annanhvorn veginn ávallt fer, en eg má því sjálfr ráða. Annar er breiðft-, annar mjór;

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.