Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 9
201 aö eins 39. hvert ár, nema meö því móti, aö nágranna-söfnuöir slái saman og gefi eftir af rétti sínum til þingsins. — f ööru lagi verör þingiö, eöa ætti að verða, um all-mörg næstkomandi ár, haldið í nýjum söfnuðum, því auðvitaö þurfa þeir fyrst og íiemst uppbyggingar við.—Óvist er, aö nnnt sé aö koma þessu viö, en engu að síör hlýtr þó aö vaka fyrir kirkjufélaginu, ef til v:!,l fremr öðru, að gjöra öllum söfnuðum þess fœrt aö taka þátt í ráöum þess, svo allir læri að finna eigin ábyrgð gagnvart því, en engum geti fundizt hann settr hjá.— Meðan félagið náði yfir lítiö svæði var þessu atriöi borgið, en nú orðið eru horfurnar al.it aðrar. Þótt þing sé haldið í afskekktum söfnuðum, nær það ekki tilgangi sínum að heldr. Fjarlægari söfnuðir senda annað- hivort engan erindsreka, eða þá einhvern utansafnaðarmann, og er það jafn-þýðingarlaust fyrir söfnuðinn sjálfan. Erindsrek- inn gjörir meira gagn, þegar hann kemr heim í söfnuð sinn af þinginu, heldr en jafnvel á þinginu sjálfu, fyrir söfnuðinn. Af því, sem komið hefir frarn í tillögum manna á tveimr síðustu þingum, er það auðséð, að þeim finnst núverandi fyrir- komulag viðvíkjandi þinghaldinu ófullnœgjandi. Og þó leitað hafi verið ýmsra ráða, er helzt útlit fyrir, að ekki sé nema eiu aðferð til þess að ráða máli þessu þolanlega til lykta: 1. Að halda þingið ár hvert á sarna stað, þar sem flcstir enndsrekar eiga sem skemmsta lcið að sœkja þingið. 2. Að sjóðr sé myndaðr af fjárframlögum allra safnaða ksrkjufélagsins í heild. Tillag hvers safnaðar mætti miða við töiu fermdra meðlima lians eða, sem er hér um bil sama, við er- indsreka fjölda, sem hver söfnuðr á að ser.da, sainkv. VI. gr.. grundvallarlaga kirkjufélagsins. Úr þessum sjóði sé svo hverj- um erindsreka endrborgað fargjald hans með járnbrautum. fSbr. meðfylgjandi skýrslu-ágrip*j. 3. Væri það sanngjarnt, að söfnuðr hver standi straum af erindsrekum sínum meðan á þingi stendr, en ekki söfnuðr sá, sem þingið er hjá, eins og tíðkazt hefir allt til þessa. Tveir fyrstu liöirnir i þessari tillögu binda svo hvor annan, *) Söfnuðir kirkjufélagsins eru 39. Tala erindsreka alls cr 61.—Sé Winnipeg valinn fyrir þingstað, vrði ferð þeirra tneð járnbrautuim samtals um 23,760 mílur. Ivœmi þá á hvern erindsreka eða söfnuð fvrir hvern erindsreka 23,760: 61=390 n ilur, á 3 ct.=$11.70 fyllsta fargjald. Þetta er auðvitað áætlun ein, því milnatalið, sem fara þarf, getr brevtzt. og fargjald er víða í Bandríkjunum minnna ,en 3 ct., en í Vestr-Canada meira en 3 ct., nú sem stendr.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.