Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 13
205 aö þess var enginn kostr, því hann var kalinn á fótunum. Lagö- ist hann þá, fyrir og bjó um sig á bersvæöinu sem bezt han.n ínátti. Hestr hans var og uppgefinn, og innan skamms hné liann niðr og dó af kulda. Maörinn lá upp við hestinn dauö- an, og er hungriö kreppti að honum, skar hann með vasahnif sínum bita og bita úr hrossskrokknum og át. Þannig lá hann 1-ar á víöavangi í þrjá daga og fjórar nætr. Þá fannst hann, og var hann þá eölilega orðinn örvita. Til Pembina var hon- um komiö, og þar voru hinir frosnu fœtr teknir af honum. En þaðan var hann hiö bráðasta fluttr norör til St. Boniface, þar sem honum gat fengizt betri hjúkran. Á þeirri ferð röskuö- ust umbúðirnar um sár hans, og þau tóku að blœða, og varð blóörásin ekki stöðvuö. Hinn sjúki maör bjóst við dauöa og allir töldu hann af. Og svo fullvissir voru menn um þaö, aö hann væri fast við dauöa, aö tekið var að búa undir greftran lians. Meðal annars var farið að ste}-pa kerti, er á skyldi kveikt við útförina. Þá kom það óhapp fyrir, að eldr hljóp í íiátið með hinni bræddu tólg, er kertin skyldi úr stevpt. og varð ekki við eld þann ráðið. Hann brenndi bæði biskups- setriö og dómkirkjuna, sem voru samföst. Menn lyftu hinum dauövona sjúklingi, föður Goiffon, úr rúmi sínu og báru hann burt úr eldsvoöanum út undir beran himin í grimmdarfrosti. Því var ekki sinnt, er hann mæltist til að fá að liggja kyrr og deyja í eldinum heldr en að vera borinn út i kólguveðrið. Og varð þetta honum til lifs. Því þegar hann var kominn út, hætti blóðrásin, fvrir áhrif hins kalda lofts, og úr því fór liann aö fá sívnxandi heilmbót. Hann er enn á lífi í St. Paul, og. þótt hann hafi gengið á tréfótum, kvaö hann hafa verið við góða heilsu og unnið vel að verki köllunar sinnar þau mörgu ár, sem liðin eru síðan hann varð fyrir hinni miklu mótlætis- reynslu. Gjafir ti,l missíónarhússins fyrirhugaða í Reykjavík, úr Argvle-byggð, Manitoba. og nágrenni: Þorsteinn Jónsson ÚHólmiJ $5.00, Skúli Árnason $1.00, Halldór Árnason $1.00, Guðmundr Norðmann $1.00, Mrs. P. Friðfinnsson $1.00. ónefnd kona $1.00, Mrs. H. Jósefsson 25C., Jón Ólafsson (Brú) $2.00, Mrs. J. Ólafsson $1.00, Miss Margrét Oliver $2.00, Mrs. A. Oli- ver $1.00. Mrs. B. Walterson $1.00, Mrs. H. Hjaltason 50C., Mrs. J. B. Jónsson 50 ct., Mrs. J. Hjálmarsson $1.00, Mrs. T. Steinsson $2.00. Mrs. Anna Guðrún Arason $1.00, Miss G. Ara- £on 50 ct., Mrs. P. Anderson 50 ct., Mrs. A. Anderson 50 ct., Mrs. Kr. ísfeld $1.00, Mrs. Tr. Friðriksson $1.00. Mrs. Jónas

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.