Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 27
219 ykkar. En livað mikið er í hann varið fyrir ykkur! Og þið iþurfið sjálf að finna til þess. Og þið finnið ögn til þess að minsta kosti, ef þið finnið það, að þið hafið gott af skóla-ver- unni ykkar. En undir vkkur sjálfum er svo mikið komið með ]pa'ö- Undir því einmitt komið, hvernig þið notið ykkur skóla-ver- ur.a. Ef þið farið vel með hana, þá þykir ykkur vænt um liana. En ef þið fariö illa með hana, þá verður ykkur illa við hana. Ykkur finst, að þið hafið ekkert gagn af henni. Það eru til börn, sem er illa við skóla. Vifja ekki í skóla vcra. Segja, aö það sé ekki til neins. Þau ,!æri ekki neitt. Eitlu flóniiij Þau vita ekki, hvað þau segja. Og einmitt þetta vita þau ekki, að þeim er sjálfum rnest um að kenna. iÞau notuðu tímann sinn illa, og höfðu svo ekkert gagn af skóla-verunni. Lærðu ekki neitt af því, sem þau áttu að læra. Og eignuðust ekki neitt af því, sem þau gátu eignast. Kendu svo skólanum um. Það var einu sinni lítill drengur, sem sagði, að epli væru vond. Hann liafði aldrei bragðað þau. En einu sinni hafði liann verið að leika sér að epli—hafði verið að kasta því upp í loftið, en það lent svo á andlitið á honum, og hann meitt sig oíur lítið. Þess vegna voru epli vond, fanst honum, flóninu litla. Svona finst sumum börnurn um skóla-veruna. Hún er vond, segja þau. En hafa þó raunar aklrei bragðað hana. Hafa að eins leikið sér að henni, eins og drengurinn að epl- inu, og meitt sig, eins og hann á því. Með öðrum orðum: Þau fengu hirting, af því þau voru vond og vildu ekki hlýða. Svo fanst þeim skólinn vondur og þau vildu ekki fara í hann. En þegar þau eldast og fá meira vit, skilja þau, hvað rnikil fión þau hafa verið. En þá er það um seinan. Skó.la-tíminn er úti. Hvað gott þaö hefði verið fyrir þau börn, ef foreldrarnir þeirra hefðu haft vit fyrir þeim! Munið að fara ekki svona illa með skóla-veruna ykkar, hörnin rnín. Notiö liana vel með þvi aö læra vel lexíurnar ykkar, og taka vel eftir því, sem kennarinn segir. Þá þvkir ykkur vænt um skóla-veruna. Því þá finnið þið til þess, að þið læriö eitthvað og eignist etthvað, sem þið hafiö gott af. Þið komist á bragSið. Og þá viljiö þið fá meira. Það er æfin- lega svo, að þegar einhver finnur, að eitthvað er gott á bragð- ið, þá viil hann fá meira. En undir ykkur sjálfum er raikið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.