Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 5
Sameiningin
83
Það er ekki orðaleikur þó sagt sé að aðaluppistaðan í
lífi Arinbjarnar hafi verið slungin þrem þáttum, trúnni,
voninni og kærleikanum. Það var meira en tilviljun ein
sem réði að hann hafði húslestrarbók Helga biskups með
sér í vesturförina. Þá var hann aðeins tuttugu ára ungling-
ur. En hann hafði átt kristna móður. Við kné hennar hafði
hann lært mikið af Passíusálmum Hallgríms og sæg annara
ljóða. Honum hafði veitt létt að læra þetta því sjálfur var
hann ljóðelskur og ljóðrænn að eðlisfari. En það sem mest
var um vert fyrir framtíð hans og lífshamingju var þetta:
kristindómurinn var þá þegar á unga aldri orðinn honum
hjartfólgið mál og var það til æviloka. Hann átti bjargfasta
vissu um kærleika og handleiðslu frelsarans. Þessa vissu
taldi hann byggða á persónulegri reynzlu. Það var engin
móða eða mistur yfir trúarvitund hans. Þess vegna var
hann líka ávalt svo dásamlega bjartsýnn og glaður. Þess
vegna rækti hann svo vel sinn kristindóm og studdi kirkju
sína með efnum og eftirdæmi á þann hátt að söfnuðurinn
fær seint fullþakkað.
Trúin og vonin eiga ævinlega samleið, svo var það og
í fari Arinbjarnar. Það var ekkert til sem hét vonlausl í
hans munni. Eins og að líkum lætur varð hann þó oft fyrir
vonbrigðum bæði í sambandi við atvinnugrein sína og
önnur mál og menn sem honum lágu á hjarta. En hann
trúði á sigur hins góða og sanna í hverju máli og manni.
Einn sona hans sagði fyrir mörgum árum um föður sinn:
„Hann er aldrei hugsjúkur um neitt nema í lengsta lagi í
tíu mínútur". Það er mikil Guðs gjöf að eiga slíka bjartsýni.
En kærleikurinn var hans mikla megingjörð. Hann var
allra manna fljótastur til að rétta hjálparhönd þegar ein-
hver átti bágt. Hann vissi vel af eigin reynd hvað það er
að vera fátækur og vinafár, enda var hann oft örlátur við
fátæka, án þess að það kæmi til reiknings á skattskrifstof-
unni, og oft gerði hann sér ferðir heim til einstæðinga og
gamalmenna til að gleðja þau. Eins og vinur hans Jón J.
Bíldfell tekur fram í minningargrein sinni um Arinbjörn
áttræðan (Lögberg 18. apríl 1946) átti hann aðeins einn
óvin: Bakkus. Þar var hans erkifjandi, sem hann skoraði á
hólm í tíma og ótíma; til þess hernaðar varði hann miklu
fé og fyrirhöfn. En einnig þar var það kærleikurinn sem
knúði hann, kærleikurinn til þeirra sem lágu ósjálfbjarga