Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 6
84 Sameiningin frammi fyrir óvininum sem var þess albúinn að svifta þá þeirri gleði og gæfu sem hann sjálfur naut. Arinbjörn var gæfumaður í einkalífi sínu. Að vísu misti hann fyrri konu sína, eftir stutta sambúð. En Margrét, síð- ari kona hans, hefir staðið við hlið hans í full fimmtíu ár. Eins og kunnugt er, er hún mjög mikilhæf kona og hefir reynzt manni sínum mjög samtaka í öllum áhugamálum hans. Af fjórtán börnum þeirra eru ellefu á lífi (og ein dóttir af fyrra hjónabandi) er það mannvænlegur hópur og meira en meðalmannsverk er það að koma þeim öllum til mennta og manndóms eins og hér hefir orðið raunin. Eins og við má búast er stór ættbogi runninn frá þessum hjónum, og mun enn betur verða. Arinbjörn var ástríkur og umhyggjusamur heimilisfaðir, enda galt fjölskyldan hon- um líku líkt þegar honum lá mest á. Var það fögur og til- þrifamikil sjón að sjá hinn stóra ástvinahóp umkringja sjúkrabeð hins deyjandi eiginmanns og föður á nóttu og degi, vakandi yfir hverri hreyfingu hans og þörfum. Á laugardagsmorguninn var meðvitundarlífið að fjara út. Gamall vinur hans kom inn, laut að honum og bauð góðan dag. Hann svaraði þeirri kveðju svo vart mátti heyrast, en sagði svo: „Ennþá brosi ég samt“. Hann gekk brosandi í gegn um lífið. Brosandi gekk hann einnig á móti dauðanum. Hann vissi að dauðinn er aðeins endurfæðing til lífsins. ☆ ☆ ☆ ☆ Arinbjörn var fœddur 22. apríl 186B a’Ö Svartárkoti í BáríSardal, S. Þing. Foreldrar hans voru Sigurgeir Pálsson, og Vigdís Helgadóttir, búendur þar. Þau bjuggu síðar á Þingeyrum, Víðidalstungu, Uppsölum og Skárastöðum í Húnavatnssýslu; átti A. síSast heima á íslandi á Skárastöðum, og fór þaSan vestur um haf 1886. 5. nóv. 1893 giftist hann Sesselju Þorgeirsdðttur frá Hnausakoti í Miðfirði, (f. 5. maí 1875 — d. 11. febr. 1899). Ein dóttir, Aðalbjörg, lifir af því hjónabandi. Síðai'i kona hans var Margrét Ingibjörg, dóttir Ólafs Sigmundssonar og Helgu Benediktsdóttur, sem bjuggu á Aðalbreið í Miðfirði. Þau Margrét og Arinbjörn giftust 5. júní 1900. Börn þeirra eru: Emelía Sesselja, Njáll Ófeigur, Svava, Karl Lúther, Ósk, Signý, Helga Valdís, Arinbjörn Gerard, Margrét Stefanía, Agnes og Páll Sigurgeir. Er Arinbjörn lézt voru barnabörn hans tuttugu og þrjú að tölu. Hann dó 13. nóv. 1951 Jarðarförin fór fram 17. s. m. frá Fyrstu lútersku kirkju; var hún ein hin allra fjölmennasta sem sögur fara af meðal Islendinga í Winnipeg. Mikill fjöldi samúðarskeyta bárust úr ýmsum áttum, þar á rneðal frá Stórstúku ísiands, og Herra Sigur- geir Sigurðssyni, dr. theol., biskupi íslands. V. J. E.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.