Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 15
Sameiningin 93 garði á Gimli. Hefir verið unnið að þessu verki á umliðnu sumri. — Má það mikið mannvirki teljast — og væntanlega trygging gegn áflæðishættunni, er yfir vofði. — Nokkrar dánargjafir (“bequests”) hafa heimilinu hlotn- ast á árinu, eins og fjárhagsskýrsla heimilisins með sér ber. Slíkar dánargjafir smáar og stórar hafa reynst heimilinu hin mestu bjargráð. Leiðir Betel stjórnarnefndin athygli safnaða Kirkjufélags vors og almennings að nauðsyn og þörf þeirra; enda fátt betur viðeigandi en að styrkja þannig hið ágæta og sérstaka verk í þágu hinna öldruðu, sem Betel og öll elliheimilin meðal vor Vestur-íslendinga eru af hendi að inna; — en fyrir starf þeirra allra þökkum vér Guði af heitum og hrifnum huga. Reksturskostnaður Betel á umliðnu ári var $30.167.65, er nemur til jafnaðar $42.60 á mánuði fyrir hvern einstakan vistmann. Sökum stöðugrar verðhækkunar á öllum hlutum, sér stjórnarnefndin engin önnur ráð, en að biðja alla vist- menn, sem þess eru megnugir, að borga $45.00 á mánuði að lágmarki, frá 1. júní 1951 að telja. Af samanlögðum reksturskostnaði Betel, 630.167.65 (fyr- greindum) greiddi vistfólkið alls $27.667.48; varð því tekju- halli er nam $2.500.17. Almennar gjafir til heimilisins á árinu námu $1.830.80 Rentur og dividends ......................... 413.27 Tillag (grant) Manitobafylkis 50.00 Samtals $2.294.07 Raunverulegur tekjuhalli því $206.10 Langt inn í viðlagssjóð, “The Pioneer Memorial Fund”, dánargjafir að upphæð $2.372.68 Meðfylgjandi eru nöfn vistfólks, er látist hefir frá 1. júní 1950 til 31. maí 1951: — Jón S. Johnson Stefán S. Johnson Guðni Brynjólfsson James Simpson Ásmundur Einarsson Guðbjörg Johnson Lýður Johnson

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.