Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1951, Side 25

Sameiningin - 01.12.1951, Side 25
Sameiningin 103 og innritaðist þar strax um haustið 1941. Árið 1943 kom her- skyldan til sögunnar og hann innritaðist í sjóherinn. Var hann sjálfkjörinn í Upplýsingadeildina (Naval Intelligence) sökum málakunnáttu, og fór um leið að lesa japönsku. Árið 1946 losnaði hann úr hernum, og hélt áfram námi sínu við Harvard. Honum var veitt B. A. gráðan árið 1947, og síðan M. A. gráðan 1948. Þá var hann sæmdur The Teschermacher Traveling Scholarship og mátti velja um erlenda háskóla. Hann valdi Parísarháskóla og átti þar ársdvöl, ferðaðist um á Frakklandi og líka til ítalíu og Englands. Eitt kennslumisseri var hann Teaching Fellow við Harvard. En síðastliðið hálft ár hefir hann verið prófessor í heimsspeki við Princeton-háskólann. Þegar hann var spurð- ur hvort hann ráðgerði að halda því starfi áfram, svaraði hann játandi, en sagði alveg óvíst hvar helzt. Hvort hann myndi ferðast til íslands? Jú, að sjálfsögðu, og við fyrsta tækifæri. Eftir því sem ég framast veit, er Dr. Frederick Ólafson fyrsti vestur-íslenzkur námsmaður sem hlotið hefir nokkurn þann námsstyrk, er að ofan er skýrt frá, hvað þá alla þrjá í röð. Við samgleðjumst honum og hans nánustu, og óskum honum allrar hamingju og blessunar í framtíðinni um leið og við þökkum honum dugnaðinn alt frá byrjun. Seattle, Wash., 31. júlí 1951 Jakobína Johnson Kvöldvaka 1/2 1951 ----------☆----------- Kona nokkur í Winnipeg hefir gefið Háskóla Manitoba- fylkis eintak af íslenzku biblíunni, prentuðu á Hólum árið 1644 (Þorláksbiblía). Eru slíkar bækur mjög fágætar og í háu verði. Framan við bókina er blað með skrautletaðri, yfirlýsing á þessa leið: „Gjöf til kennarastólsins í íslenzku og íslenzkum bókmenntum við Háskóla Manitoba-fylkis, Winnipeg, Canada. í minningu um foreldra mína, Helgu Thorsteinsdóttur Ingjaldssonar, frá Skildinganesi á Sel- tjarnarnesi, og Magnús Jónsson Magnússonar, hreppstjóra, frá Hofsstöðum í Álftahreppi, er fluttust til Canada árið 1888, frá elskandi dóttur, Mrs. George Wm. Harpell, 521 Dominion St., Winnipeg. — Aðrir meðlimir fjölskyldunnar á lífi er þessi gjöf er afhent eru: Jón Magnússon Borgfjörð og Guðmundur Magnússon Borgfjörð, báðir í Árborg, Man., og Mrs. Sigríður Landy, Cypress River, Man.“

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.