Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 14
92 Sameiningin Fréttabrot frá Elliheimilinu Beiel, á Gimli, sneriandi siörf þess fyrir árið 1950—1951. Svo óheppilega vildi til að ársskýrsla heimilisins, sem lesin var upp og viðtekin af síðasta kirkjuþingi hefir glatast. í stað hennar birtast hér fréttir af heimilinu og starfsrækslu þess á umliðnu ári. Það sem að gerði starfrækslu heimilisins sérstak lega erfiða á árinu voru óvenjulega mikil veikindi er þar geysuðu, og hin mörgu dauðsföll meðal vistfólksins. Þó má fullyrða að starfið gekk yfirleitt vel. Á húsmóðirin, Mrs. Tallman, alúðarþakkir skilið fyrir gott starf, er hún hefir af hendi leyst, oft undir örðugum kringumstæðum; hún hefir áunnið sér traust samverkafólks síns ekki síður en vistfólksins, en heimilinu vinsælda út í frá. Um starfsfólk heimilisins má með sanni segja að það hefir einnig góða þjónustu af hendi leyst. Dr. Geo. Johnson, læknir heimilis- ins, hefir áunnið sér álit fyrir hjálpsemi sína og ljúfa fram- komu meðal vistfólksins. — Meðan að prestlaust var í Gimli-prestakalli innti séra Sigurður Ólafsson í Selkirk nokkra þjónustu á heimilinu og lauk henni í aprílmánuði. Með byrjun maímánaðar hóf séra H. S. Sigmar þjónustu í Gimli-prestakalli; vænta allir er hlut eiga að máli blessunar af starfi hans á Betel, jafnt og í öllu prestakallinu. Ýmsar umbætur og viðgerðir áttu sér stað á heimilinu á umliðnu starfsári; m. a. viðgerð á þaki hússins; „Kentile“ gólfdúkur var lagður í samkomusalnum; vandaðir stólar keyptir til notkunar í matsal heimilisins; göngubrúin fyrir framan heimilið breikkuð; einnig áttu aðrar smá umbætur sér stað, bæði á heimilinu sjálfu og á dvalarstað þjónustu- kvenna heimilisins. Eitt af því sem var ærið áhyggjuefni fólksins á Gimli, en einnig allra er Betel unna, og þá ekki sízt stjórnarnefnd- ar heimilisins, voru skemdir af áflæði Winnipegvatns, er áttu sér stað í síðari tíð. Gleðiefni er það því öllum, er hlut eiga að máli, að Canadastjórn í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs hefir ráð- gert að leggja fram $65.000 til byggingar og viðgerðar flóð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.