Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 17
Sameiningin
95
„Trúin á krossfestan trésmið"
Eftir A. D. RITCHIE, prófessor
Þegar ég fer að skýra frá, hverju ég trúi, verð ég að
byrja á því að segja frá, hvernig mannlífið kemur mér fyrir
sjónir, og ég verð að drepa á ýmis almenn trúaratriði, sem
ég get alls ekki játað, vegna þess að þau eru hrossalækning
við alvarlegu meini. Ég lít svo á, að mannkynið sé haldið
mjög alvarlegu meini, og að þess gæti í mannlegu félagi
og í viðhorfi mannsins til heimsins, sem hann lifir í. Ef
litið er yfir liðna sögu mannkynsins, kemur í ljós, að mest
af böli nútímans var einnig til fyrr á tímum. Nokkrar um-
bætur, að mestu leyti ómerkilegar, hafa komið fram á
síðustu tímum; margt annað hefir versnað. Þvaður um þró-
un bætir ekki úr neinu. Slíkt tal er aðeins sjúkdómseinkenni,
ef það snýst um þá kenningu, að allt lagist af sjálfu sér.
Því er á allt annan veg farið um mannleg málefni; það er
þörf stöðugrar baráttu, til þess að koma í veg fyrir að
ástandið versni.
Setjum svo, að við hefðum öðlast meiri vísindaþekk-
ingu, meiri auð, betra stjórnarfyrirkomulag og réttari auð-
skiptingu, myndi þá allt vera í lagi? Ég held ekki. Allt þetta
er gott í sjálfu sér, en það getur líka orðið tæki til ills, en
ekki góðs. Vísindaleg þekking okkar er miklu meiri en
forfeðra okkar fyrir þrjú hundruð árum og við erum miklu
auðugri en þeir, en þessir yfirburðir hafa verið notaðir til
stórkostlegra illvirkja, en varla að neinu leyti til góðs.
Engin tækniþróun getur bætt upp það böl og þá eyðilegg-
ingu, sem „vísindalegur“ hernaður nútímans veldur. Jafnvel
hagfellt stjórnskipulag og fjárhagslegt réttlæti þarf ekki
endilega að leiða gott eitt af sér. Það er hægt að nota það
í þveröfugum tilgangi.
Nú kem ég að fyrsta jákvæða atriðinu í máli mínu. Allt
hið illa, öll spilling í heiminum og bróðurparturinn af eymd
mannkynsins á upptök sín í okkur sjálfum, stafar af spill-
ingu okkar sjálfra, m. ö. o. röngum trúarbrögðum okkar.
Flest fólk verður að trúa á eitthvað, hvort sem það gerir
sér það ljóst eða ekki. Ef það trúir ekki á guð, dýrkar það
sjálft sig eða einhverja falsguði; það er altekið fölskum
markmiðum, fölskum vonum og fölskum þrám, sem að lok-
um verða því sjálfu að falli, og jafnvel öðrum, og það er