Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 7
Sameiningin
85
Er þetta síðasti áfanginn?
Væri Sameiningin sál og mannsmáli gædd, er ekki ólík-
legt að hún myndi spyrja á þessa leið. Hún hefir nú lifað í
full sextíu og fimm ár, — miklu lengur en nokkurt annað
íslenzkt trúmálarit, en svo virðist sem henni séu nú þau
örlög sköpuð að lúta lögmáli hins aldraða, sem fyrst hægir
á sér, og hverfur svo af sviðinu fyrir fult og alt. En það er
mörgum eldri lesendum hennar nokkurt metnaðarmál að
blaðið lifi enn í nokkur ár. í þá átt féllu umræður og álykt-
anir síðasta kirkjuþings. Nefndin í útgáfumálum lagði til
að safnaðarleiðtogar og erindrekar þingsins skyldu beðnir
að beita sér fyrir því að útbreiða Sameininguna víðsvegar
um söfnuði vora, og á meðal fólks vors. Skyldi þessi þings-
ályktun koma til framkvæmda? Undir því er svarið komið
við spurningunni að ofan.
Framkvæmdarnefndin fól undirrituðum að hafa rit-
stórn blaðsins á hendi þetta ár. Hann tók þetta starf að
sér í þeirri trú að blaðið geti enn átt nokkra framtíð fyrir
höndum, ef samvinna góðra manna kemur til, og að það
eigi enn brýnt erindi við lesendur sína.
Vill hann því málstaðarins vegna, sem blaðið túlkar, vin-
samlegast mælast til þess við alla lesendur blaðsins, og aðra
áhugamenn um kristileg mál, að þeir styðji nú blaðið með
ráðum og dáð, útvegi því skilvísa kaupendur, og arðbærar
auglýsingar, og ef mögulegt er, senda því greinar og safn-
aðarfréttir.
Að öðru leyti mun að því miðað að láta blaðið flytja
létt og læsilegt lesmál, án þess þó að hvika í nokkru frá
stefnu þess, — að vera uppbyggilegt og fræðandi kristilegt
heimilisblað.
Að svo mæltu óskar Sameiningin öllum lesendum
sínum gleðilegra jóla, og friðar og farsældar á árinu sem
fer 1 hönd.
—Valdimar J. Eylands
---------A----------
Skortur á mannvali amar oss enn.
Þótt eigum vér nú í hrönnum
leikara, skáld og listamenn,
er lítið af heilögum mönnum.
P. S.