Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 18
96 Sameiningin miklu verra. Trúarbrögðin byggjast fyrst og fremst á trausti og trú; trúaður maður gerir sér ljóst, að líf hans er ekki einvörðungu bundið við hann sjálfan, upptök þess eru ekki í honum sjálfum, heldur utan hans, og það bendir út fyrir hann. Ég trúi því, að guð sé bæði upptökin og mark- miðið; að Kristur sé fullkomnasta opinberun guðs, og að trú á hann sé vörn okkar gegn vonzku heimsins. — Ég ætla að vitna í nokkur orð, sem staðfesta trú á guð. En fyrst verð ég að vara við algengum misskilningi — hann kann að virðast þýðingarlítill, en raunverulega er hann mjög mikilvægur. Það er ríkjandi misskilningur á eðli máls og hugsunar. Það er almennt gert ráð fyrir, að orð séu myndir af hlutum; réttar myndir ef þau eru nákvæm eftir- mynd, eins og t. d. ljósmynd, en rangar, ef þau eru það ekki. Einnig er talið, að mál vísindanna sé hið rétta mál, og að vísindaleg sannindi séu hin einu réttu sannindi. Þessi misskilningur gerir menn blinda og daufa á mál trúarlegra hugsana, sem að réttu lagi er bundið mál en ekki óbundið. Hér er sígilt dæmi um trúarjátningu: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þessum orðum er ætlað að vekja í huganum myndir, en aðeins með líkingum. Hér er ekki um að ræða sauði eða hirða eða grundir eða vötn eða nokkuð það, sem er af heimi hins sýnilega og áþreifanlega. En orðin eru jafnsönn fyrir því. Ég held því ekki fram, að ég óttist aldrei, en ég veit, að ef ég treysti guði, þarf ég ekki að óttast neitt. Hinu held ég fram, að þeir sem ekki treysta guði, séu hræddir; eða að þeir hafi aldrei gefið sér tóm til að íhuga, hvað þeir eru og til hvers þeir eru hér, og að þeir lifi í blekkingarheimi. Eða ef til vill eru einkunnarorð þeirra: „Etum, drekkum og verum glaðir, því að á morgun deyjum við“. Slík einkunnar- orð hæfa vel skynlausum skepnum; en ef þau eru höfð um menn, þýðir það, að þeir eru raunverulega dauðir. Aðalböl nútímans er ef til vill ekki ótti heldur dramb. Þetta er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.