Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 19
Sameiningin 97 einnig gamalt böl; það var yrkisefni grísku skáldanna og hebresku spámannanna. Velgengni skapar dramb og dramb veldur hefndarverkum og eyðileggingu. En menn eru búnir að gleyma þessu; þeir eru eins stoltir af tækni nútímans og börn af nýju leikfangi, en nútímatæknin er aðeins miklu skaðlegri. Sálmaskáldið, sem ég vitnaði í áðan, lifði fyrir ævalöngu í fjarlægu og lítt numdu landi og talaði í óljósum líkingum. Hvaða erindi á hann til okkar og þeirra tíma, sem við lifum á? Ég kem aðeins auga á eina breytingu, er skeð hefir síðan á hans dögum og máli skiptir: og það sýnir, að trú hans var enn tryggari en hann gat getið sér til. Þessi breyting er staðreynd, jafnvel þótt við töluðum um hana í líkingum. Það er einungis þrennt, sem guð krefst af mönnunum: að þeir iðki réttlæti, séu miskunnsamir og auðmjúkir. í þúsundir ára hafa þeir séð, að ágirnd, öfund, hatur, grimmd, sviksemi og dramb er orsök alls þess illa, sem í heiminum er að finna. Það er alveg eins ástatt í dag; tæki illverkanna eru önnur, en illverkin eru hin sömu. Ef til vill er byrðin, sem guð hefir lagt manninum á herðar, of þung? Er það ekki einkennilegt, að það, sem ætti að vera okkur til far- sældar, virðist vera byrði? En við vitum, að byrðin er ekki of þung. Það er mögulegt að vera réttlátur, miskunnsamur og auðmjúkur, því að guð sjálfur hefir sýnt okkur það í lífi og dauða Jesú frá Nasaret. Ég veit, að margir munu segja: „Auðvitað var Jesús góður maður og dæmdur saklaus til dauða, og hann er mikil fyrirmynd fyrir okkur; en þetta tal um upprisu hans frá dauðum er fjarstæða, sem ekki er hægt að taka trúanlega“. Það er ekki hægt að trúa hlutum, sem eru í mótsögn við sjálfa sig og ekki studdir neinum rökum. Við byggjum ekki að öllu leyti á skynseminni og við erum öll að meira eða minna leyti hjátrúarfull, hvort sem við teljum okkur kristin eða ekki; við verðum að sætta okkur við það, að þekking okkar er ófullkomin. Ég held því fram, að það sé miklu óskynsamlegra og beri meiri hjátrúarkeim að neita upprisu Krists, heldur en að viðurkenna hana. Flest fólk neitar upprisunni á þeim grundvelli, að slíkt fyrirbæri sé óþekkt í venjulegu lífi. Þessi röksemd er hvorki sterk né vísindaleg. Vísindin geta aðeins sagt: furðuleg fyrirbæri geta stundum gerzt, en mjög sjaldan. Vísindin,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.