Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 26
104 Sameiningin Ritstjórarabb Fremur horfir nú þnnglega um viSgang kirkju og- kristindóms- mála á sviði kirkjufélags vors. þrjú prestaköll standa nú auö, Argyle, Nor'Sur Nýja-ísland, og- Vancouver, auk þessa er stórt trúbo'SssvæSi og smásöfnuSir víSsvegar sem þurfa á prestsþjónustu a'S halda, en geta enga fengiS. Starf þaS sem heimatrúboSsnefndin beitti sér fyrir í Saskatchewan hefir nú falliS niður viS brottför séra Skúla Sigur- geirssonar til Indiana. Þar gæti og ætti aS vera blómlegt prestakall í sambandi viS kirkjufélagiS, eins og áSur var. AS því er Noröur Nýja- ísland snertir, mun hinn ungi og ötuli Gimli prestur, séra Harold S. Sigmar veita þar nokkra þjónustu, en slíkt er engan veginn fullnægj- andi, þar sem presturinn er störfum hlaSinn heima fyrir. Argyle prestakall hefir sem stendur enga prestsþjónustu. Presturinn sem þeir kölluSu frá Islandi, séra Magnús Má,r, fékk í sama mund aS sagt er veitingu fyrir prófessors embætti viS guSfræSideild Háskóla íslands, svo þaS var varla von aS hann kæmi hinga'S vestur. í haust var þess vænst aS séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum kæmi til Vancouver, og var búiS aS ganga frá öllum samningum hér vestra, sem a'S því lutu. Nú virSist mjög vafasamt um komu hans. Eru stór- breytingar í a'Ssigi I prestakalli hans, og má vel vera aS þaS hafi einhver áhrif á fyrirætlanir hans í þessu efni. Dr. Sigmar í Blaine, og sonur hans, séra Eric I Seattle munu veita Vancouvei' söfnuSinum þjónustu öSru hvoru, en þaS er ekki nóg. HvaS eigum vér til bragSs aS taka? Er hægt aS endurheimta eitthvaS af Islenzku prestunum sem vér höfum tapaS? Ég nefni hér líklega menn sem ólíklega: Séra Kristinn K. Ólafson, séra Erling Ólafson, séra Octavíus Thoi'laksson, séra Kolbein Simundson, séra GuSmund P. Johnson, séra B. Theodór SigurSsson, séra Bjarna A. Bjarnason, séra Skúla Sigurgeirsson, séra Arthur Hansen og séra Martin Oygard. Mér er kunnugt um aS sumir þessara manna myndu ekki ófúsir til starfs I kirkjufélagi voru ef tækifæri gæfist. Er hægt að fá enska kandidata eSa unga presta frá Bandaríkjun- um? Vera má aS þaS væri mögulegt. En þá er úti um alt islenzkt kirkjustarf ð, þeim svæSum þar sem þessir menn kynnu aS starfa. Þetta hefir veriS reynt I sumum söfnuSum vorum en ekki gefist vel enn sem komiS er. Vér erum sennilega ekki reiSubúnir enn, aS kasta öllu Islenzku fyrir boi'S. Er hægt aS fá unga guSfræSinga frá Háskóla íslands? Nú er guSfræSideildin þar fjölsetnari en nokkru sinni fyr, og er alls ekki ólíklegt aS hægt væri aS fá þaSan efnilega menn, ef reynt væri, áSur en þeir festa sig viS önnur störf. En enskan þeirra, spyrja menn. Er hún ekki ósköp bágborin? Þar sem þaS nú reynist svo aS kandidatar frá Háskóla íslands eru fullboSlegir sem prófessorar viS Háskóla Manitobafylkis, þá ættu menn meS samskonar menntun hvaS enskuna snertir a'S reynast sæmilegir prédikarar fyrir söfnuSi vora. (Sbr. Áskel Löve og Finnboga GuSmundsson). Þetta eru aðeins spurningar til umhugsunar. ÞaS er augljóst aS vér verSum eitthvað aS hafast aS I þessum efnum, ef vér eigum ekki a'S halda áfram á upplausnarbrautinni sem kirkjufélag. Vér verSum aS spyrna fótum viS, og þaS fast og fljótt. þaS getur enginn hjálpaS oss, ef vér gerum ekkert I áttina ti! sjálfbjargar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.