Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 22
100 Sameiningin Draumur Guðrúnar Brandsdóttur í Stagley ó Breiðafirði, sem hana dreymdi órið 1762 Draumur sá scm hér er sagður mun mörgum Tcunnur af hinu eldra fólki; hefir hann geymzt i gömlum ritum og ekki ólíklegt að ýmsum kunni að verða til ánœgju að sjá hann á prenti. „Ég þóttist ganga út að næturlagi, var myrkt svo að ekki sást til fjalla, var mér litið í austur og sá ég renna upp á himninum níu eldlega krossa; fylgdi geislavöndur hverjum um sig. Þá varð mér litið í vesturátt, sá ég níu sólir renna upp á sama hátt og krossarnir; staðnæmdust þessi tákn gegnt hvort öðru, varð ég lémagna af ótta og lét fallast á jörðina. Þótti mér þá einhver snerta mig og segja: „Stattu upp og sjá“. Leit ég þá mann nokkurn; hann var með hvítt hár og klæddur rikkilíni með linda um mittið, líkan líf- stykki úr völdu efni; sverð bar hann hægra megin, fest í lindann. Vinstra megin bar hann byssu og geislandi vönd á brjósti. Hann hélt á skriffærum í hægri hendinni og bók í þeirri vinstri. Spjöld bókarinnar voru úr steini. Varð ég óttaslegin mjög, en maðurinn snart mig og mælti: „Óttastu ekki, athugaðu heldur. Tíminn er á förum og það eftirkomandi byrjar“. Nú varð mér litið til suðurs og sá ég stjörnur margar á himnum, voru þær í tveimur fylkingum, var annar flokk- urinn dimmur, en hinn skjær og tindrandi. Eldlogar miklir léku yfir hafinu, gaus þaðan reykur ógurlega mikill og dimmur og virtust sauðkindur berast í reyknum; féllu sum- ar aftur niður í eldinn, en aðrar nálægt honum. Lét ég enn örmagnast af ótta. Endurtók þá maðurinn: „Óttastu ekki, athugaðu heldur“. Þóttist ég spyrja manninn hver hann væri og hvað væri erindi hans. Sagði hann að ég mundi ekki skilja það að sinni, en það mundi verða mér skiljanlegt síðar. „Er ég fyrirrennari hans, sem kemur á eftir mér“. ítrekaði ég spurningu mína um erindi hans. Kvaðst hann vera sendur til að fara um heiminn allan, til þess að hegna óguðlegum og til að liðsinna þeim sem vilja þiggja. Og til að aðskilja

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.