Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 3
Sameiningln_____________________________
A quarterly, in support of Church and Christianity amongst Icelanders.
Published hy
The Evangelical Lutheran Synod of North America
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa.
Kditor: REVEREND VALDIMA.R J. EYLANDS
686 Banning St., Winnipeg, Manitoba, Canada
Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can.
Grátmúrinn mikli
Ræða, fluii í Fyrsiu lúiersku kirkju í Winnipeg 9. ágúsi 1953
Eftir séra EINAR STURLAUGSSON prófast frá Patreksfirði
POST. 1:7.—11.
„Mér heyrðist einhver vera að gráta!“ Með þessum
orðum hefur rithöfundur einn íslenzkur eina smásagna
sinna. Hvort er það svo, að rithöfundurinn fari hér með
markleysuhjal eitt, eða hefur hann kannski rétt að mæla?
Skáld eru stundum einkennilega hljóðglögg á stormana,
sem geysa í mannssálunum. Þau eru oft svo andlega veður-
næm, ef ég mætti orða það svo. — Er ekki ævinlega einhver
að gráta, einhver, sem ber leyndan eða ljósan harm í hjarta
og þráir hjálp. Þráir samúð og skilning samferðamanna í
lífinu?
Það er svo margt, sem angur getur vakið með mönnum
á þessari jörð. Vér þráum jafna að þekkja og vita flesta
hluti. Þráum að sjá og skilja enn þá fleira af dásemdum
drottins, þeim grunnlausa auði, sem speglast um loft og haf
og hauður, jafnt á nótt sem degi og vori sem vetri. En
drottinn vor Kristur mælti: „Ekki er það yðar að vita tírna
eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs sín valdi.“
Nei. Vér jarðarbörn erum borin til þess hlutskiftis hér
á jörð, að sjá, „svo sem í skuggsjá, í óljósri mynd.“ En vér
erum jafnframt borin til þess gæfuhlutskiftis, að ala með
oss þekkingarþrána og leita henni fullnægingar svo lengi
sem lífið endist. Og vér erum í þeirri leit engan veginn
eftirskilin ein og hjálparvana. í textanum upplesna segir
drottinn vor: „Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi
kemur yfir yður.“ Og hann segir meira. Hann gefur oss