Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 11
Sameiningin 57 Hér verður aðeins drepið á hið helzta, sem höíundur segir um það mál. Guðsspjallið alt, eða mestalt, samdi „lærisveinninn sem Jesús elskaði“ (Jóh. 13,23; 19, 26; 21, 20 og 24). Hann var hálærður maður, frábærlega vel kunnugur Biblíunni á hebresku, skáld, prédikari, djúphyggjumaður og dultrúar- maður, segir höf. Þó er guðspjallið „að vissu leyti lakari söguheimild“ en hin þrjú. Minna um samfelda sögu. Orð Krists með öðrum blæ, eins og meira sé hugsað um efni og áhrif en um orðtökin sjálf. Ritið er eiginlega „voldug prédikun út af lífi Jesú.“ En þrátt fyrir þetta flytur guðspjallið endurminningar manns, sem var í för með Jesú, segir höf.; og hann tekur upp í sögu sína frásögu guðspjallsins hiklaust, hverja eftir aðra. Leiðréttir jafnvel hin guðspjöllin sumstaðar eftir Jóhannesi. Sagan er þá í sannleika komin frá lærisveininum, sem Jesús elskaði. En hver var sá maður? Ekki Jóhannes postuli, segir höf., þótt sú skoðun hafi lengi verið ríkjandi. En margir ný- fræðingar halda því fram, að annar Jóhannes, öldungur í Efesus, hafi ritað þetta guðspjall á síðasta áratug fyrstu aldar. Þessari skoðun fylgir höf. Hann telur líklegt, að Jóhannes „öldungur11 hafi verið lærisveinninn elskaði, og að guðspjallið sé frá honum komið. ■—■ En þá skiftir það líka minstu máli, hvort sá lærisveinn var öldungur eða postuli. Önnur rit Nýja Testamentisins eru, eins og fjórða guð- spjallið, ágætar heimildir um það, hver áhrif Jesús hefir haft á sálir manna í fyrstu kristni. En „þau greina lítt frá söguefni um Jesú né orðum hans.“ En þó má, þegar vel er athugað, finna þar „efni í fáorða æfisögu Jesú,“ endur- hljóma af orðum hans, og tilvitnanir, beinar og óbeinar. — „En allra mest er um það vert í bréfum Páls, að hönd hans lætur menn finna hvernig hjarta Jesú slær. — Það er kær- leiki Jesú Krists, sem gagntekur Pál umfram alt annað.“ Og „kærleiki Jesú er kærleiki Guðs.“ Og svo er um öll hin ritin, stór og smá. Þau „lýsa öll áhrifum Krists á manns- sálirnar.“ Heimildirnar í fornritum Gyðinga eða heiðinna manna eru næsta fáar. Höfundurinn lýsir þeim sem til eru. Þá er næst kafli, sem höf. nefnir „sögulegt bakhjarl."

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.