Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 21
Sameiningin
67
af lífi fyrir landráð í sumar austur í New York. Tilboðið er
á þá leið, að börnin flytji til Frakklands og amma þeirra
með þeim, ef hún vill, og verði þau uppfrædd í Gyðingatrú,
ef þess sé óskað.
Sá sem fyrir þessu gengst er mótmælandi frakkneskur,
André Philip að nafni. Segir hann að ámælið út af föður-
landssvikum foreldranna muni spilla æskulífi þessara barna
ef þau verði alin upp vestan hafs; en á Frakklandi verði
þau laus af því meini. Síðar meir geti þau svo flutt vestur,
ef þau vilji. Tilboðinu fylgir ákveðin fullyrðing um að allir
frömuðir í samtökum þessum séu „kunnir að vináttu við
Bandaríkin“, og að enginn þeirra sé Kommúnisti. Verði því
málið ekki haft til áróðurs.
☆ ☆ ☆
Maður að nafni Joseph B. Matthews, fyrrum prestur og
kristniboðskennari hjá Methodistum, lýsti í sumar afdæma-
þungri sök á hendur prestum þessa lands. í ritgjörð, sem
hann birti í tímaritinu American Mercury, fullyrðir
Matthews, að langstærsti hópurinn, sem styrkti kommún-
istafarganið í Bandaríkjunum, séu kennimenn í kirkjum
mótmælenda. Ekki færri prestum en sjö þúsund í þeim
hópi „hafa kommúnistar náð á sitt band,“ segir hann; „eru
sumir þeirra innritaðir í flokkinn; aðrir eru ,samferðamenn‘,
vikadrengir í njósnarliðinu, meðhaldsmenn og stefnubræður,
eða grunlausir leiksoppar.“
Matthews nefndi fimm nöfn til staðfestingar þessum
sakaráburði. Enginn af þeim fimm er leiðandi maður í
kirkjum landsins; og aðeins tveir þeirra, eða þrír, eru
kunnir að fulltingi við flokkinn.
Hafði þá maðurinn engin önnur rök fyrir máli sínu?
Jú; 471 prestar höfðu ritað nöfn sín undir friðaráskorun
Stockholm fundarins. Satt er það, að kommúnistar voru í
meiri hluta á þeim fundi. En friður og kommúnismi er ekki
alveg eitt og hið sama. Auk þess höfðu 528 prestar skrifað
undir bænarskrá um afnám McCarran laganna. Sú löggjöf
var samin í þeim tilgangi að stemma stigu við innflutningi
vandræðafólks inn í Bandaríkin. Hún þykir nú altof ósann-
gjörn og einstrengingsleg í ýmsum greinum. Engum heil-
vita manni — nema þá þessum Matthews — dettur í hug
að kalla hvern einasta mann kommúnista, eða stuðnings-