Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 26
72
Sameiningin
en deildirnar sáu um samkomur hans hver á sínum stað.
Að öllu samantöldu flutti hann tíu guðsþjónustur, jafnmörg
erindi um þjóðræknismál og sýndi hreyfimyndir frá íslandi
fjórtán sinnum. Alls staðar luku menn lofsorði á framkomu
hans og málaflutning, enda er maðurmn ágætlega gefinn,
en umfram alt hið mesta prúðmenni og ljúfmenni. Með
bókagjöf sinni hefir hann sýnt Vestur-íslendingum frábæra
rausn, með ræðum sínum og erindum hefir hann treyst
bróðurböndin austur um Atlantsála. Við þökkum honum
og biðjum honum velfarnaðar.
Tveir ungir prestar eru væntanlegir frá íslandi, og
munu þeir bráðlega hefja starf í söfnuðum kirkjufélagsins.
Annar þeirra, séra Robert Jack, hefir verið prestur um
nokkurt skeið, og nú síðast í Grímsey. Hann er ráðinn til
þjónustu í Norður Nýja íslandi, og mun ásamt fjölskyldu
sinni setjast að í Árborg.
Hinn er barnungur maður, Bragi Friðriksson að nafni;
útskrifaðist hann í guðfræði frá Háskóla íslands s.l. vor,
og verður væntanlega vígður í þessum mánuði, og kemur
síðan vestur. Hann mun setjast að með brúði sína á Lundar.
☆ ☆ ☆
Fyrsti lúterski söfnuður minnist 75 ára afmælis síns 25.
október. í því sambandi hefir farið fram viðgerð á kirkjunni
að innan sem nemur miklu fé. Gólfið hefir verið dúklagt, og
nýir bekkir með sessum eru komnir í stað gömlu sætanna.
Orgelið hefir verið fært til hægðarauka fyrir söngstjóra og
söngflokk. í ráði er að gefa út myndarlegt afmælisrit með
sögu safnaðarins og myndum af ýmsum leiðtogum hans
fyrr og síðar, og skrá yfir meðlimi hans.
☆ ☆ ☆
Vel gengur með nýju kirkjubygginguna á Gimli. Verður
þetta veglega guðshús sennilega tekið í notkun fyrir jól.
☆ ☆ ☆
Séra Virgil Anderson hefir starfað í ýmsum söfnuðum
kirkjufélagsins í sumar. Um tíma dvaldi hann í Langruth,
og síðar á Lundar, en í októbermánuði þjónar hann Con-
cordia söfnuði í Churchbridge, Sask. Er alls staðar látið vel
af framkomu hans og störfum.