Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 10
56
Sameiningin
fræði og ný, aðeins eitt svar, játningu Péturs við spurningu
Jesú:
„Þú ert Kristur sonur hins lifanda Guðs.“
Næsti kaflinn er um heimildir þær, sem á er bygð öll
söguritun um Jesú — guðspjöllin fyrst, þá önnur rit Nýja
tesetamentisins, og síðast umgetningar í fornritum Gyðinga
og heiðinna manna. Um þessi efni kemur fræðimönnum
nútímans allvel saman í flestum aðalatriðum, og fylgir
höf. þeim lærdómi. Greingargjörð hans á þessum fræðum
er mjög samandregin, en þó glögg og auðskilin. Hér eru þau
atriðin, sem mestu varða.
Guðspjöllin þrjú, Matteus, Markús og Lúkas „eru
öruggar söguheimildir“, segir höf., og „runnar víða frá
sjónar og heyrnarvottum.“
Markúsarguðspjall er elzt, ritað á fjórða áratug eftir
dauða Krists. Höfundur þess er Markús, förunautur og
túlkur Péturs. Aðalefnið er frásaga postulans; en auk hennar
styðst Markús við ritaðar heimildir, varla yngri en frá
árinu 40.
Lúkasarguðspjall er svo sem tíu árum yngra en Markús-
ar. Höfundur „að öllum líkindum“ Lúkas læknir, föru-
nautur Páls. Meginheimild hans er Markúsarguðspjall; en
sérefni Lúkasar er mikið og frá'bærlega dýrmætt, og virðast
liggja þar til grundvallar fjögur frumrit eða fleiri. Tvö
þeirra eru „ræðuritin“ svo kölluðu, söfn af orðum Jesú,
annað á móðurmáli hans, aramísku, en hitt á grísku.
Matteusarguðspjall mun lítið eitt yngra en Lúkasar, og
ritað á árunum 80—85. Matteus tollheimtumaður er ekki
höfundur þess, segja fræðimenn, heldur mun sá maður hafa
verið „lærður Gyðingur og ritfær í bezta lagi,“ líklega
fæddur í „dreifingu" Gyðinga á meðal Grikkja.“ Hér er enn
Markúsarguðspjall aðalheimildin, en þar að auki ræðuritin
tvö, sem á var minst. Munu þau samin um miðja fyrstu öld.
Að sumra ætlun var Matteus höfundur aramíska ritsins,
og því var guðspjallið kent við hann.
Eftir því voru þá skriflegar heimildir að þessum guð-
spjöllum sjö eða átta talsins, eða fleiri jafnvel. En það
kemur vel heim við formálsorðin hjá Lúkasi: „Margir hafa
tekið sér fyrir hendur að færa í sögu viðburði þá —“.
Þá er Jóhannesarguðspjall — og þar vandast málið. Um
þetta guðspjall hafa verið mjög skiftar skoðanir, og eru enn.