Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 23
Sameiningin
69
kvæmir hana í fyrsta sinni, fremur en þeim er fyrir verður.
En er nokkurt vit í því, að einn prestur vígi annan? Er ekki
slíkt aðeins biskupsverk? Þeirri spurningu mundu ríkis-
kirkjur „gömlu landanna“ hiklaust svara játandi, og raunar
neita að kalla þá menn „séra,“ sem réttur og sléttur prestur
vestur í Ameríku leggur hendur yfir. Engu að síður teljum
við hér vestra slíka vígslu fullgilda, og höfum fyrir okkur
Nýja testamentið sjálft í því efni. Hvað sem kirkjulög og
siðir síðari tíma í ýmsum löndum kunna um það að segja,
þá var þetta ofur einfalt mál í fyrstu kristni. Þannig segir
t. d. Postulasagan frá: „Og er þeir voru að þjóna Drottni
og föstuðu, sagði heilagur andi: Takið frá mér til handa
þá Barnabas og Sál, til þess verks, sem ég hefi kallað þá til.
Síðan föstuðu þeir og báðust fyrir, og lögðu hendur yfir þá
og létu þá fara.“ (13:2.—3.). „Köllun andans,“ „frátekningin,“
„fyrirbænin“ og „handayfirleggingin“ eru þannig aðal-
atriðin í hverri prestsvígslu, en ekki vígsla eða embættis-
titill vígsluveitanda.
Kirkjuþingið í Seattle mun reynast minnisstætt öllum,
er það sátu, ekki sízt vegna þess, hversu vel það var undir-
búið af hálfu Hallgrímssafnaðar og heimaprestsins, sóra
Eric H. Sigmars. Söngkraftar þessa litla safnaðar eru frá-
bærir, og nutu kirkjuþingsmenn þess í ríkum mæli. Undir-
búningur kvenfélagsins og framreiðsla öll var að sama skapi
myndarleg og bar vott um mikinn áhuga og ágæta samvinnu.
Þá var ekki síður ánægjulegt að koma til Blaine og
Vancouver. Á báðum þeim stöðum áttum við hjónin mörg-
um vinum að mæta. Blaine söfnuði höfðum við þjónað um
sjö ára bil, og þar höfðu myndast vináttubönd, sem seint
munu slitna. Ekki er því að leyna, að þessi söfnuður hefir
tekið miklum framförum frá þeim tíma, er við vorum þar.
Örastar munu þó framfarirnar hafa verið síðan séra Har-
aldur Sigmar, D.D., tók þar við prestsþjónustu. Þessi söfn-
uður er nú ekki lengur einskorðaður við íslenzkt fólk eða
íslenzka tungu. Að vísu mun sumum þykja það miður farið,
en svo er þó ekki, þegar á málið er litið frá kirkjulegu
sjónarmiði, fremur en þjóðernislegu. Ef einangrunarstefnu
fyrri ára hefði verið fylgt, væri þar nú enginn söfnuður
lengur. En nú er þar blómlegt safnaðarstarf vegna þess, að
þar rúmast „allir,“ án nokkurs tillits til þjóðernis eða tungu-
taks. Kirkjan í Blaine er ekki lengur íslenzk, en hún er