Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 4
50
Sameiningin
jafnframt þetta gleðiríka fyrirheit: „Og þér munuð verða
vottar mínir bæði í Jerúsalem og í allri Júdeu og Samaríu
og til yztu endimarka jarðarinnar.“
Yottar Krists! Hvert hlutskifti getur þú kosið þér æðra,
áheyrandi minn? Hvað þekkir þú veglegra þessu, að fá að
bera honum vitni, sem einn hefur fæðst heilagur og syndlaus
á þessari jörð. — Honum, sem er drottinn allra alda og aliar
kynslóðir lúta. Honum, sem er ljómi dýrðar guðs og ímynd
verka hans?
Sjálfur sagði hann forðum, þegar lærisveinar hans vildu
þagga niður lofgerðar- og þakkarraust fylgjenda hans og
tilbiðjenda. „Ef þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa.“
Já, allt syngur honum lof og dýrð, hinum eina drottni.
Á sólheitum, björtum sumardegi vænti ég að margur
geti tekið undir með íslenzka alþýðuskáldinu og sagt:
í dag er auðsjen drottinn minn
dýrð þín gæzkuríka.
Maður heyrir málróm þinn.
Maður sér þig líka.
Og í allri vorri smæð og vanmætti gagnvart freistingum
lífsins og erfiðleikum, og í því háleita hlutverki, sem oss
syndugum mönnum er búið, — að bera öðrum boðskap
Krists, bera fögnuð, birtu og yl til annarra, — til þeirra,
sem í skugga og nepju sitja, — bera ljós og líf inn til þeirra,
sem búa við harma og þungar raunir, — mætum vér honum
sjálfum, mannkynsfrelsaranum, sveipuðum guðdómstign og
elsku, segjandi við oss veik og smá: „Þér munuð öðlast
kraft, er heilagur andi kemur yfir yður.“
Þú, áheyrandi minn! Þú barn, er kvíðir komandi tíð,
kvíðir ókomnum erfiðleikum, — minnstu þess, að við þig
hefur verið sagt af honum, sem eitt sinn lægði öldur og
storm og gaf aftur dánum líf: „Barnið mitt, vertu hug-
hraustur,“ og ennfremur: „Ég er með yður alla daga “
Oss er það jafnan harmsefni að sjá af þeim, sem vér
unnum og treystum. Það er eðli mannlegrar veru og þess
kærleika, sem vér þekkjum hér á jörð. ■— Þess vegna heyrist
svo margur gráta. Lærisveinar Jesú urðu harmi lostnir, er
þeir sáu hann gefa upp andann á Golgata. En drottinn
Kristur hafði ekki gleymt sínum jarðnesku vinum. Loforð