Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 14
60
Sameiningin
þeir ekki vera eins og aðrir menn. Það var ekki hægt að
hafa orð af þeim; þó voru þeir alls ekki meiri menn en fyr,
jafnvel síður svo. Þessir menn minna á söguna af hestinum,
sem var talinn rétt meðalhestur að kostum, en þegar á hann
var lagður skrautlegur söðull, varð hann lítt viðráðanlegur
af hroka og stærilæti, þó var hesturinn ekkert betri en áður.
Gull og auðæfi gera engan meiri mann í sjálfu sér.
Mönnum hættir við að láta gleymast, að þeir eru og geta.
ekki orðið annað en ráðsmenn þess, sem þeir hafa milli
handa.
Það var sagt um ríka bóndann, sem getið er um í Lúkasar
guðspjalli, í tólfta kapítula. Hann ákvað að rífa kornhlöður
sínar og reisa aðrar stærri til þess að finna nægilegt rúm
fyrir afurðir sínar. Þess gerðist ekki þörf, nógar voru korn-
hlöður: munnar þeirra fátæku. Að brjóta brauð sitt handa
þeim, sem þess þurfa. Það hefir verið sagt, að betra væri að
sá einu korni í munn þess fátæka, heldur en tíu í jörðina.
Alt þetta stefnir að sömu meiningu um tilganginn fyrir
því sem menn kunna að hafa aflögu til miðlunar. Það hefir
verið sagt, að menn beri fullan eignarrétt til þess, sem
menn miðla öðrum; annað eiga þeir ekki með fullu og réttu.
Það getur vel verið, að ýmsir ríkir eða fátækir beri þann
klæðnað, sem skín fyrir augum heimsins. Ég get ekki fengið
mig til þess að öfunda þá. Það er mér fullkomin kvíða-
hugsun um alla þá, sem dilla samvizku sinni til svefns og
gera gullrent hjarta sitt, að þegar hinn mikli húsráðandi
birtist, að þá reynist þessir menn fátækir og fáklæddir;
jafnvel þeir, sem í dag þakka Guði fyrir það, að þeir séu
ekki eins og aðrir menn.
Meðal þess flokks manna finnast einatt þeir, sem blæðir
1 augum að líta velfarnað annara.
Vel efnaður bóndi gat þess, að hann legðist með öfunds-
sýki í gröfina.
Það er mælt um Lúðvík fjórtánda, konung Frakka, að
hann teldi sig mestan stjórnanda heimsins, þar af leiðandi
bæri sér að ráða yfir heimi öllum, alveg eins og Napoleon
Bonaparti. En Guð setti Napoleon í skóla, þar sem hann
var sjálfur kennarinn. Þar fann Napoleon gæfu sína.
Öfundsýkin er einsýn; sér þess vegna aðeins aðra hliðina.
Bóndi nokkur komst í efni og það lá á honum öfund
vegna efnahags hans. Hitt vissu fæstir, að hann neitaði