Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 13
Sameiningin
59
atriði, að Jesús dvelur tvo daga í Pereu eftir að honum
berst orðsendingin um banalegu Lazarusar. Og síðar er
slept orðum Mörtu: „Hann hefir legið í gröfinni fjóra daga.“
Sambandið er auðsætt.
Alla jafna skýrir hann þó frá kjarna hverrar sögu,
sjálfu kraftaverkinu, hispurslaust eftir orðum heimildanna.
Síðasti kaflinn í þessari bók er um „staðreynd upp-
risunnar.“ Rökin, sem höfundur leiðir fram til sönnunar
þeirri staðreynd, lýsa öruggri sannfæringu. Þeim er öllum
haldið til skila með frábærri dómgreind og glöggskygni. Ég
hefi aldrei séð það verk betur af hendi leyst. Niðurlags-
orðin eru:
„Kristur er upprisinn.
„Kristur er sannarlega upprisinn.“
Við þeim orðum segi ég „amen“ af öllu hjarta. Og:
„Þökk fyrir lesturinn.“
—G. G.
„Ekki eins og aðrir menn"
Mönnum er stundum lýst á ýmsan hátt: „Margan á
Guð sér góðan“ og „Oft er misjafn sauður í mörgu fé“. Mun
hvorutveggja réttmæli. Þá er og gamalt mál: „Reynslan
sýnir, að mennirnir eru ekki eins góðir og þeir ættu að vera“.
Ýmsir brestir finnast í fari manna, sem háir þeim
andlega.
Frelsarinn lýsir skapgerð tveggja manna, sem gengu
til viðtals við Guð. Annar harmar yfir synd sinni og veik-
leika; hinn fer að lýsa guðrækni sinni. Sá fyrri er talinn
réttlátari, en hvorugur talinn algjör.
Sjálfsþóttinn og sjálfbyrgingsskapurinn dylzt oft í jarð-
veg hjartans. Þegar lætur vel í ári, og margt gengur að
óskum, er hætt við að mönnunum fari að finnast mikið til
sjálfs sín: „Ég er ekki eins og aðrir menn“. Orðum Páls
postula er stundum gleymt: „Hvað hefir þú, sem þú ekki
hefir þegið? En hafir þú nú þegið. Hví stærir þú þig þá,
eins og þú hafir ekki þegið?“ (1. Kor.br. 4:7.).
Dæmi eru fyrir því, að menn hafi komizt úr fátækt og
armæðu. Við það urðu þeir svo hrokafullir, að þeim fanst