Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 12
58 Sameiningin Hann er um þjóðlíf og aldarfar á Gyðingalandi. Kaflinn er auðugur af alls konar fróðleik, sem varpar Ijósi á sögu Jesú, og slíkt hið sama má segja um bókina í heild sinni, eins og áður var tekið fram. Um meðferð höfundar á sjálfu söguefninu þarf ég ekki að vera langorður. Hann er „allur við boðskapinn", eins og sagt var um Pál; allur á valdi meistarans; þreytist aldrei á að lýsa þeirri guðdómlegu tign og miskunn, sem birtist í Jesú Kristi. Mér virðist hann hafa mestar mætur á Jóhannes- arguðspjalli af öllum bókum Nýja testamentisins. Inngangur æfisögunnar, eins og forspil að heilögum söng, er frásögnin um Jesú tólf ára í musterinu. Messíasar- tignin birtist þar eins og í nýgræðingi, sem síðan blómgast og vex, stig af stigi, við skírnina, við freistinguna, við boðun guðsríkis, við friðsælar stundir með lærisveinum, við lækn- ingu sjúkra og frelsun syndugra, við vinakærleik og hatur óvina, unz hún nær sinni fegurstu mynd, fullkomin, alheilög, óskiljanleg, í fórnardauða hans og upprisu. Svo lýsir höf- undurinn æfi Jesú Krists, í fáum orðum sagt. Frásögur um kraftaverkin tekur hann gildar yfirleitt og greinir frá þeim óhikað. Gjörir og góða grein fyrir þeirri trú sinni. Sleppir þó einstökum söguatriðum eða víkur á annan veg, hér og hvar, því að hann fylgir þessari öld í skoðun sinni á innblæstri ritninganna. Hann hikar ekki við að leiðrétta eitt guðspjallið eftir öðru, þegar eitthvað virðist fara tvennum sögum. Stundum urðu þær nokkuð þreytandi, gömul biblíu- skýringarnar, sem alt vildu samrýma, bæði smátt og stórt. En mér finst nýju fræðin fara tíðum helzt til langt í hina áttina. Gagnrýni eða leiðréttingum sleppir hann venjulega, þegar um kraftaverk er að ræða. Segir þá bara söguna blátt áfram, eins og honum finst hún eðlilegust; sleppir sumu, en neitar ekki. Áhöstunarorð Jesú: „Þegi þú! Haf hljótt um þig!“ lætur höf. vera töluð til lærisveins, en ekki til storms- ins. Eins, þegar Jesús gengur á vatninu, þá er slept sögninni um tilraun Péturs. (Hún er aðeins hjá Matteusi). Margir nýfræðimenn amast við sögunni um uppvakn- ingu Lazarusar. Höf. tekur þar í jákvæðari streng: Að neita henni „um alt sögulegt gildi“ telur hann „ekki varlegt né viturlegt." En í meðferð þeirrar sögu sleppir hann því

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.