Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 24
70
Sameiningin
kristin, og lútersk, útbreiðslustöð fyrir anda Jesú Krists í
bæ og byggð.
Troðfull kirkja beið okkar í Vancouver, sunnudags-
kvöldið 28. júní. Það var hvorutveggja hrífandi og fróðlegt
að horfa yfir söfnuðinn. Hrífandi vegna þess, hve margt
myndarlegt fólk var þarna samankomið, og fróðlegt vegna
þess, að þar gat hver sá, sem dvalið hafði í eystri byggðum
Canada, séð kunn og kær andlit. Það virðist svo sem allar
götur liggi nú til Vancouver, og fólk streymir þangað úr
Sléttufylkjunum, og víðar að. Þar mun nú stærri hópur Is-
lendinga búsettur en nokkurn grunar, eða tölu verður á kom-
ið að svo stöddu. Margt af þessu góða fólki hefir safnast um
hinn kirkjulega leiðtoga, séra Eirík Brynjólfsson, og starfar
að málstað safnaðarins. Að lokinni messugjörð safnaðist
fólk í neðri sal kirkjunnar til kaffidrykkju. Fóru þar fram
rausnarlegar veitingar, og margar ræður voru fluttar.
Þá hélt Þjóðræknisdeildin „Ströndin11 í Vancouver okk-
ur hjónum veglegt samsæti í einu af hótelum borgarinnar;
var þar fjölmennt, veitingar góðar, og skemmtu menn sér
við ræðuhöld og söng. Þar fór auðvitað alt fram á íslenzku.
Deildin sýndi mér þá miklu vmsemd að gera mig að heiðurs-
félaga. Ekki er sennilegt að ég geti orðið henni að miklu liði
í starfi hennar, en hlýhug hennar met ég engu að síður.
Heimleiðin var söguleg og minnisstæð. Vatnavextir
voru miklir, og tókum við eftir því að allar ár og sprænur í
Klettafjöllunum, þar sem leið okkar lá, ultu kolmórauðar
yfir bakka sína. Lestin fór mjög varlega, og alt í einu
stanzaði hún fyrir fult og alt, og það mátti ekki seinna
vera! Ein elfan, sem við þurftum að fara yfir, hafði gert sér
lítið fyrir og velt af sér brú, teinum og öllu saman. Skömmu
síðar kom fregn um að önnur elfa að baki okkar hefði gert
sinni brú sömu skil. Þannig vorum við strönduð á iitlum
hólma upp í háfjöllum, og komumst hvorki aftur á bak eða
áfram. Nokkur hundruð „Vitni Drottins,“ (Jehova Witnesses)
voru í lest að baki okkar á leið til allsherjar kirkjuþings í
New York; báru þau sig hörmulega yfir þessari ósvífni
náttúruaflanna, og vildu helzt kenna járnbrautarfélaginu
um. Öll urðum við að hafast við í vögnunum í sólarhring,
en vorum svo flutt í bifreiðum til næstu stöðvar austan
strandstaðarins, og komumst þaðan eftir enn langa bið í
lest, sem tók okkur áleiðis. Ekki er hægt að segja, að veru-