Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 15
Sameiningin
61
sér um margt, og að hann svaf í jötu þangað til hann varð
svo efnum búinn, að hann gat komið sér upp skýli yfir
höfuðið.
Það er sagt um hinn öfundssjúka, að hann éti sitt eigið
hjarta, og að ormur hans deyi ekki.
Meðal þess sama flokks finnast þeir, sem telja sig
hafna yfir aðra menn, svo að þeir sjá ofsjónum yfir því,
þegar lítt efnaðir og lítt kunnir menn komast til velfarn-
aðar. Það er þó rétt, sem skáldið Longfellow segir, að þau
metorð voru ekki unnin í einu stökki.
Mig bar eitt sinn að skógarrjóðri; tjörn allmikil var í
rjóðrinu. Þar ólu aldur sinn margar tegundir fugla af afar
mismunandi stærð og útliti. Það vakti aðdáun mína að sjá,
hvernig fuglarnir umgengust hvorn annan, þrátt fyrir mis-
munandi lit og fegurð.
Mér kom til hugar: „Hvers vegna getum við mennirnir
ekki gert það sama?“
— s. s. c.
Kirkjuþing í Seattle
Á kirkjuþinginu, sem haldið var í fyrra í St. Páls kirkj-
unni í Minneota í Minnesota-ríki, bar frú E. H. Sigmar,
kona íslenzka prestsins í Seattle, fram fyrir hönd Calvary-
sanfaðar í Seattle boð um það að halda næsta kirkjuþing í
þeim söfnuði. Kirkjuþing höfðu áður verið haldin í tveimur
fylkjum Canada: Manitoba og Saskatchewan, og í tveimur
ríkjum Bandaríkjanna: Norður Dakota og Minnesota. Þessi
svæði eru öll um miðbik Norður-Ameríku. En að láta sér
detta það í hug að reyna að halda kirkjuþing alla leið
vestur á Kyrrahafsströnd, það hefði, nokkurn veginn fram
að þessum tíma, verið í kirkjufélaginu talið óðs manns æði.
Kirkjufélag vort hefir ávalt verið talið fátækt. „Fátæktin
er mín fylgikona.“ Stundum hefir mér fundist, að Kirkju-
félagið hafi of sterka hugmynd um fátækt sína. En einhver
undraljómi var yfir þessari prestskonu frá Seattle, sem
greip hug kirkjuþingsmanna í Minneota. Fáeinir menn
töluðu, en á stuttum tíma var boðið um kirkjuþingshald í
Calvary kirkjunni í Seattle, sem séra Eric H. Sigmar þjónar,
samþykt í einu hljóði.