Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 8
62 Sameiningin safn rita, sem orðið hafa til á sama tíma og endurspegla eins háttar aðstæður. Hún er bók, sem orðið hefir til á þúsund ára framrás trúarsamfélags. Hún ber vitni trú ísraels og hinnar kristnu kirkju eins og hún var á hverjum tíma í þúsund ár og boðar það, að Guð sé að verki í sögunni, í öllum hennar margvíslegu myndbreytingum. Trúin ber því mót hvers tímabils, sem er öðru frábrugðið, og þess vanda, sem á hverri öld bar að höndum. Vér sjáum einn þátt þessarar sögu, er ísrael lifir hirð- ingjalífi. Annan þátt, þegar fsrael hefir tekið sér bólfestu og ný siðferðisviðhorf myndazt við upphaf borgarmenningar. Þá er meginvandinn orðinn sá, að hafa í gegn óréttvísi hinna auðugu á hendur fátæklingunum og að andæfa áhrif- unum frá heiðnum trúarbrögðum í landinu. Enn annan þátt sjáum vér á herleiðingartímanum, þegar svo virðist í svipinn, að sáttmálinn milli Guðs og þjóðarinnar sé rofinn. Þá tekur hugsunin að snúast um einstaklinginn og trú hans fremur en þjóðarinnar. 1 Nýja testamentinu segja guðsspjöllin oss frá lífi hinna fyrstu kristnu manna, sem voru gyðinglegur sérstrúarflokk- ur. Síðan sjáum vér, hvernig hin nýja trú er boðuð mönnum, sem ekki voru af hinni helgu þjóð, og loks sjáum vér í bréfunum söfnuði vaxa og þróast og þann vanda, sem að þeim steðjar, tímabundnar spurningar, sem spurt er og svarað. Vér sjáum kirkju þeirra tíma í viðureign við þjóð- félagsvandamál þeirra tíma, stjórnarháttu, fátækrafram- færslu og þrælahalds. Á þennan hátt er Biblían lifandi bók. Hún ber svipmót sögu hverrar aldar og þeirrar baráttu, sem átrúendur Guðs ísraels háðu á hverjum tíma. En nú er svo háttað málum, að engin tvö tímabil sög- unnar eru eins. Jafnvel tveir einstaklingar, sem uppi eru á sama tíma, eiga ekki við sömu lífsvandamál að stríða. Hefir þá Biblían, bók sögunnar, nokkra þýðingu fyrir okkur, sem í dag lifum, þig og mig? Úr því að hún er mótuð af þeim tíma, sem liðinn er, getur hún þá á nokkurn hátt átt til skyldleika að telja við nútíðina? Þar sem Biblían er lif- andi bók í þeim skilningi, að hún hefir lifað með hverri kynslóð sögu sinnar, getur hún þá lifað með oss, án þess að vér eignumst nýja Biblíu, áframhald hennar, ef svo mætti segja? Úr því að Ritningin boðar, að Guð sé að starfi í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.