Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1945, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.09.1945, Qupperneq 6
166 Guðs og þökkum handleiðslu hans og náð, oss veikum og brotlegum til handa. Þetta kvöldmót vort er sérstaklega helgað minningu hins liðna. Fyrir oss hér saman komin er það satt, að “End- urminningin merlar æ, í mánasilfri það sem var, yfir hið liðna bregður blæ, blikandi fjarlægðar.” Vildi eg nú með fáum orðum dvelja við trúmensku safnaðarlýðs vors, sem að saga vor ótvírætt með sér ber. Trúmenska safnaðarlíðs vors við félagsskapinn er sér- stakt og áberandi einkenni sögu vorrar, sem að naumast . hefur verið athygli að leitt eins og vera ber. Athugum þá sem snöggvast afstöðu íslenzks alþýðu- fólks í dreifingunni hér vestra fyrir sextíu til sjötíu árum síðan. Innflytjendurnir voru félitlir, framandi menn. Sumir þeirra höfðu átt dvöl á frumlandnáms svæðum, eins og Winnipeg og Nýja íslandi, um nærri áratug. Stórir hópar komu næstum árlega heiman að. Lífsbaráttan var þrot- laus lífróður til að afla sér brauðs, og til að ná fótfestu í hinu nýja landi. Því undraverðari virðist áhugi sá, er þeir sýndu frá öndverðu fyrir andlegum málum, sérstak- lega þegar að því er gætt, að fólk þetta, kom út úr þjóð- kirkjunni á Islandi. Þar voru starfshættir allir á annan veg, þar var tiltölulega lítils krafist af hálfu safnaðanna og fólk var óvant allri ábyrgð af safnðarstarfi. En landnem- arnir gerðust brátt virkir aðilar í starfs tilraunum kirkjunnar mitt í alsleysi, óvissu og einangran, er þeir áttu við að stríða, sem fáir eða engir utan þeirra er reynt hafa fá að fullu skilið. Lengst af hefur mikill skortur á prestum átt sér stað hjá oss hér vestra; þannig var það á allra fyrstu árum. Á fyrstu kirkjuþingum félags vors voru einn, tveir eða þrír prestar viðstaddir, en valdir leikmenn sátu þingin og settu mjög svo ómótmælanlegan svip sinn á þau. Hinir árlegu kirkjufundir voru í raun og veru leikmannaþing. Styrkur hins unga kirkjulega félagsskapar varð snemrna grundvall- aður í starfi leikmanna á þingum og heima í söfnuðunum. Þeir gerðust forvígismenn félagsskaparins. Með fullri ein- urð og sanngirni gátu þeir sagt prestum sínum til syndanna, ef því var að skifta, má slíkt oft til blessunar verða, sé það gert í réttum anda. Eg er mér þess meðvitandi að afmælishátíð sem þessi felur í sér vissa freistingu til að lofa hið liðna á kostnað

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.