Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1945, Page 8

Sameiningin - 01.09.1945, Page 8
168 Safnaðarfólk vort lét sig einnig, frá fyrstu tíð, skifta hin andlegu mál. Vil eg þar fyrst nefna andlega fræðslu heim- ilanna, er á fyrstu landnámstíð voru hið blessaða vígi æsku- lýðsins. Ekkert jafnast á við hina kristnu heimilismenningu. Hún var hinn dýrmæti heimanflutti arfur vor. Þá má einnig tilnefna undirbúning ungmenna undir fermingu, er konur og menn hafa, fyr og síðar, hjálpað til með í hinum víðlendu prestaköllum. Munu margir prestar hafa minst með þakklæti samstarfs og hjálpar á þessu sviði. Veit eg um einn afskektan söfnuð, sem blessar minningu eins slíks manns, er um fjörutíu ár vann að uppfræðslu hinna ungu undir fermingu, og í sunnudagaskóla og telur hann andlegan föður bygðar sinnar og safnaðar. Önnur slík dæmi •mætti tilnefna, en eg læt nægja hér að vitna til minningar- orða eins prests úr vorum hópi, er mintist þess, að hinn látni leiðtogi hafði verið í söngflokk safnaðar síns í 54 ár — í safnaðarstjórn 46 ár, sunnudagaskóla kennari í 35 ár, hafði annast umsjón kirkju og grafreits í 22 ár. Þó þetta muni vera einstætt dæmi, má þó fullyrða að fágæt hefir trúmenska margra verið og er enn þann dag í dag. Við að rifja upp hið liðna vakna spurningar í huga: Taka safnaðarmenn vorir safnaðarstörf jafn alvarlega nú? Eru þeir ekki orðnir tiltölulega fáir úr hópi karlmanna, er finna köllun til að kenna á sunnudagaskóla? Eigum vér ennþá flokk þróttlundaðra, einlægra, yfirlætislausra leik- manna á hverra herðar vér öruggir leggjum framtíðarstarf kirkju vorrar? Hefir oss nútíma prestum mistekist að fram- kalla þá krafta, sem búa í sálum karlmanna í söfnuðum vor- um, kirkjustarfi voru til framsóknar í nútíð? •— Getum vér ekki með hjálp guðs endurvakið ábyrgðar tilfinninguna, er oft virtist svo afarglögg á fyrri tímum? Um þetta er vert að hugsa í fylstu alvöru. Áður en eg lýk máli mínu, hlýt eg með fáum orðum að minnast á hið frábæra starf safnaðarkvenna og kvenfélaga vorra, bæði fyr og síðar. Án áhrifa og hjálpar þeirra mundi starf vort í mörgum söfnuðum hafa liðið undir lok Land- námskonur kyntu hina helgu glóð trúarinnar á arni heimil- anna. Lengi vel áttu þær við svo andstæð kjör að búa, að þær gátu ekki gefið sig við félagslegum störfum. Ef til vill réði einnig nokkru hér um að á þeirri tíð, sem vesturfarir hófust frá íslandi, átti það sér naumast stað, að konur gæfu sig við opinberum félagsmálum. Sú íslenzka hefð mun hafa

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.