Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.09.1945, Blaðsíða 10
170 Ferð til Sesareu Filippí (Brot) Einn þeirra staða á Gyðingalandi, sem við höfðum hlakkað til að koma á, var Sesarea Filippí. Þar í grend, sunnan undir rótum Hermon-fjalls, hafði Jesús átt sam- ræður við lærisveina sína um það er mest varðaði, og þeir borið fram í fyrsta sinni í hans áheyrn, játningu, að hann væri Kristur. Þá var þessi borg höfuðborg í umdæmi Filip- pusar fjórðungsstjóra, bróður Heródesar Antipasar, og hafði Filippus reist hana og vandað mjög til smíðarinnar. Nú viss- um við raunar að í staðinn var komið fáment og fátæklegt Araba-þorp, en svipur héraðsins í kring hlaut að vera sá sami sem á Krists dögum. Og það lék okkur mest hugur á að sjá, sjóndeildarhringinn, sem blasti við augum Jesú og lærisveina hans á þessari miklu stund; jarðneska helgidóm- inn, sem hinn himneski hvelfdist yfir. Vonirnar um að komast þangað frá Gyðingalandi höfðu allar brugðist. Við gátum þó ekki slept staðnum úr áætlun okkar. Við urðum að finna einhver ráð til þess að sj á hann. Og tækifærið gafst rétt fyrir heimför okkar, þegar við vor- um staddir austur í Damaskus. En kristnir menn eiga hér engin mannvirki framar, sem geta mint á fyrstu játningu lærisveina Jesú: “Þú ert Kristur.” Það er játningin sú, og það, sem Jesús sagði við læri- sveina sína þá, sem fyllir hug minn á þessum stað, undir skógarbrekkunum og innan um trén ungu og háu í þessu litla Ásbyrgi. Hvort það var hér á hæðunum fyrir ofan mig, sem Jesús staðfesti játninguna með ummyndun sinni, veit eg ekki. Mér er það jafnt óljóst nú og þegar eg var staddur á Tabor. En þetta er áreiðanlega héraðið þar sem samræð- urnar helgu um það, hver Jesús væri, áttu sér stað. Því meir sem eg hugsa um þær, því fegurri ljóma bregður yfir það, og það hefst í æðra veldi. Mér finst eg ekki vera í neinum vafa um það, hvað eitt flóðið kallar á annað, eða fossarnir duna.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.