Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 4
66 Samhiningin Efiir prófessor dr. Richard Beck. — ÞRIGGJA ALDA MINNING — Yfir fáskrúðugar og rislágar bókmenntir Norðmanna á síðari helmingi 17. aldar gnæfir skáldskapur prestahöfðingj- ans Petter Dass líkt og fjall yfir flatneskju. Eigi að síður á hann fyrirrennurum sínum í norskri ljóðagerð skuld að gjalda, því að frá honum má rekja þræðina til þeirra með ýmsum hætti, enda farast einum fremsta bókmenntafræð- ingi Norðmanna, dr. Francis Bull prófessor, þannig orð um hann í hinni miklu bókmenntasögu sinni: “Petter Dass er bæði í trúarlegum skáldskap sínum, harma- ljóðum og tækifæriskvæðum, sem og í hinni miklu lands- hlutalýsingu sinni, sá maðurinn, sem rís hæst allra norskra skálda á 17. öld, — hann er, meira að segja, hinn eini þeirra, sem ber með heiðri skáldsheitið; fyrirrennarar hans eiga sér að vísu nokkurt bókmenntasögulegt gildi, en verk hans og persónuleiki hafa lifað fram á þennan dag. Heillar aldar list- ræn viðleitni og trúarleg grandskoðun ná hjá honum há- marki sínu á norskum vettvangi”. Á árinu sem leið voru liðnar þrjár aldir frá fæðingu þessa mikilhæfa og áhrifaríka leiðtoga og öndvegisskálds þeirra frænda vorra, og var þess atburðar að sjálfsögðu minnst á verðugan hátt heima fyrir í Noregi, bæði í ræðu og riti og með hátíðahöldum, og vafalaust einnig annarsstaðar á Norðurlöndum, því að áhrif hans náðu langt út fyrir landa- mæri heimalands hans, rneðal annars til íslands. Að minnsta kosti einn sálma hans, hinn fagri og hreimmikli lofsöngur, “Kirkjan er oss kristnum móðir” — í þýðingu Helga lektors Hálfdánarsonar, — hefir lengi staðið í íslenzku sálmabókinni og verið mikið sunginn. Petter Dass er átthagaskáld í óvenjulega djúpstæðri og víðtækri merkingu þess orðs. Hann var Hálogalendingur í móðurætt, fæddur á þeim slóðum og eyddi þar bernskuárum sínum, helgaði þeim landshluta langt og margþætt leiðtoga- starf, bæði í veraldlegum og andlegum efnum, og hefir reist honum þann lofköst í kvæðum sínum, sem óbrotgjarn hefir reynst í hálfa þriðju öld.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.