Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 12
74
SAMHININaiM
Fyrir framan dyrnar er legsteinn úr marmara, yfir beinum
nafnkennds aðalsmanns frá Englandi sem lét krossast til
Jórsalafarar og dvaldist til dauðadags í Landinu helga. —
Hann fékk ósk sína veitta að falla liðinn á fótskör drottins.
Horfnar kynslóðir líða fram hjá fyrir hugarsjónum, ótölu-
legur fjöldi af öllum þjóðum, kynkvíslum og tungum, allir
þeir sem beygt hafa kné eða faðmað steinsúlurnar við dyr
Grafarkirkjunnar. Eru súlurnar orðnar slitnar og máðar af
faðmlögum þeirra. En nú á þessari stundu erum við aðeins
fá við kirkjudyrnar, dyraverðirnir, og nokkrir aðrir. — Við
göngum fáein þrep niður og inn í fordyrið. Söngur ómar
veikt til okkar á hægri hönd, að ofan, og við finnum reykelsis
angan. Förunautur okkar hvíslar því að okkur sem hann vill
segja, svo að við rétt aðeins heyrum það. Við erum þakk-
látir honum fyrir það. Helgi staðarins hefir gagntekið hann.
Inni er flöktandi birta frá kertaljósum og lampalogum, djúp
og dularfull, víða hálfrokkið, eða meir, lengra að sjá. “Þetta
er steinninn þar sem að líkami Jesú var smurður”, hvíslar
förunautur okkar, en framundan okkur liggur stór marmara-
'hella, ílöng, um 9 fet á lengd, en 1 á þykkt, rauðgul að lit.
Til endanna eru háir þríarma ljósastjakar úr rvörtum
ebenviði, en skrautlegir lampar hanga yfir í röð. Hlý birta
fellur á líkasteininn. Fróðir menn segja, að hann hafi
verið lagður hér á upphaflega steininn honum til hlífðar við
handfjatli pílagrímanna. Mig skiftir það engu á þessu auga-
bragði. Eitt Passíusálmalagið er að hrífa mig gersamlega á
vald sitt, Jósep af Arimathia. “Eg sé í anda lík á steininum,
stirðnað, fölt, í hvítum líkblæjum. Birtan leikur um það.
“En Jósep frá Arimathiu, sem var lærisveinn Jesú, en
heimullega, af ótta við Gyðingana, bað síðan Pílatus um að
hann mætti taka líkama Jesú ofan, og leyfði Pílatus það.
Hann kom því og tók líkama hans. En Nikódemus, hann
sem í fyrstu hafði komið til Jesú um nótt, kom einnig, og
hafði með sér hér um bil hundrað pund af myrru blönduðu
alóe. Þeir tóku nú líkama Jesú og sveipuðu hann í líndúk
með ilmjurtum, eins og síður er hjá Gyðingum að búa lík
til greftrunar”. Yfir þessu líki er sigurbjarmi, og hann svo
mikill, að geisla leggur af honum til allra annara líka ver-
aldarinnar. Við hann gefur nýja sýn yfir líf og dauða og
eilíft líf bak við hel, og friður fyllir hugann. Því kusu kon-
ungar að verða smurðir hér. Skammt vestur frá steininum
er sýndur staðurinn, þar sem Galíleu-konurnar áttu að hafa