Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 15
tíAMKlNINGIN
77
okkur stendur ungur maður í munkaklæðum, manna fríð-
astur, sem ég hefi séð, með heilags manns yfirbragði, aúgun
björt og skær og ljóma af tilbeiðslu og ástúð. Það er ems
og geisli af dýrð Krists hafi fallið á hann og ummyndað
hann. Hann brosir til okkar og vætir okkur um ennið með
vígðu vatni, svo færir hann okkur kerti, til þess að við
getum kveikt á þeim og látið loga við stallann, eitt fyrir
okkur sjálfa, annað fyrir ástvini okkar, og síðast tekur
hann rauðar nelkur, strýkur þeim við marmarahelluna og
réttir sína hvorum og fylgir þeim reykelsisilmurinn og þessi
sérkennilega angan, sem er í Grafarkirkjunni. Við tölumst
ekkert við, en hann skilur okkur og við hann. Við tökum
nú eftir því, að málmgrindur eru vestast í gröfinni og gegn-
um þær getum við horft inn í lítið bænahús, sem Koptar
eiga, áfast við hana. Þeir eiga einnig 4 af gulllömpunum
43, sem hanga í skrautfestum niður úr loftinu, yfir gröfinni.
Nú veitum við jafnframt athygli söngnum að ofan, við vitum
að hann kemur frá Golgata. Hann er að breytast. Hann er
í sama anda og þessi vers í Passíusálmunum:
“Kem ég nú þínum krossi að,
kannastu, Jesú minn við það;
syndanna þungi þjakar mér,
þreyttur ég nú að mestu er.
Alnakinn þig á einu tré,
út þínar hendur breiðandi,
sárin og blóðið signað þitt
sér nú og skoðar hjartað mitt.
Þar við huggar mín sála sig,
svoddan alt leiðstu fyrir mig;
þíns hjartadreyra heilög lind
hreinsar mig vel af allri synd.
Krossins burt numinn kvölum frá
Kongur ríkir þú himnum á;
herra, þá hér mig hrellir þín,
hugsaðu’ í þinni dýrð til mín.
Þessi voldugu umskifti, sem nú eru að hefjast í söngnum,
eins og á milli þessara síðustu versa, eru undiralda hugs-