Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 18
80 Sambininqin um, en sannast sagt er það mál óljóst að mestu að því frá- teknu, að hann sá sér ekki fært að hindra burtför hins aldr- aða biskups. Annars mun Gissur ekki hafa átt neinn þátt í þeim skapraunum öðrum, sem Ögmundur varð fyrir; verður það alt að færast inn í reikning þeirra, sem höfðu Ögmund burt með sér. Vafalaust hefir Gissur verið barn sinnar tíðar að ein- hverju leyti. — Verkefni hans var að innleiða kirkjuskipunina nýju, og fyrir því beitti hann sér af öllum kröftum. Með hógværð og umburðarlyndi og daglegri umgengni afl- aði hann sér virðingar allrar alþýðu. Hann stuðlaði að því að útrýma almennri vanþekkingu, og hvatti presta og aðra til þess að kaupa Nýja Testamentið og aðrar nytsamlegar og fræðandi bækur. Menn voru ekki vanir bókakaupum, og sintu misjafnlega þessum tilmælum biskups síns. Prestar óttuðust að verða af launum sínum og hlunnindum með því að taka upp hinn nýja sið, og að lenda jafnvel á vonarvöl; margir hinna eldri presta sáu sér ekki fært að gerbreyta störfum sínum vegna aldurs og ásigkomulags. Sýndi Gissur frábært umburðarlyndi gagnvart öllum mönnum, og sá í gegn um fingur við þá sem áttu erfiða að-' stöðu. Hann sýndi mildi og réttsýni í öllum málum, og var aldrei ásakaður um eigingirni og ásælni. Á þennan hátt ávanst Gissuri að vinna fylgi hinum nýja sið langt um vonir fram. Það mun því óhætt réttmæti að telja Gissur biskup “einn af ágætustu mönnum þjóðar vorrar”. Nú hefir þessi mæti maður hvílt í gröf sinni í fjögur hundruð ár, en við sem nú lifum njótum ávaxta af hinu frá- bæra átta ára biskupsstarfi hans, og seint mun sú skuld goldin til fulls af okkar hálfu. En víst er það að öllu tilhlýðilegt að hans sé minst, sem hefir skapað þjóðinni íslenzku svo mikillar blessunar um ókomnar aldir. S. S. C. ____________*____________ Einn af vinum Tennyson’s lávarðar spurði hann einu sinni: “Hvað virðist yður um Krist?” — Tennyson benti vini sín- um á inndælt og ilmandi blóm og mælti: “Það, sem sólin er fyrir blóm þetta, er Jesús Kristur fyrir sálu mína”.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.