Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 14
76
Sameiningin
þeirra og stígum upp eitt þrep inn í fordyrið. Þá verðu-r
fyrst fyrir okkur engilskapellan, og við sjáum í henni
marmaralagðan stein, sem minnir á skírnarfont. Nafnið á
kapellunni og steinninn minna þegar á frásögnina í Matt-
heusar-guðspjalli — 28.,2—3: — “Og sjá, mikill lándskjálfti
varð, því að engill drottins steig niður af himni og kom og
velti steininum frá og settist ofan á hann”. Þetta á að vera
sá steinn, eða hluti af honum, og er hann máður af kossum
pílagrímanna. Inni eru rósrauðar marmarasúlur, og halda
þær þakinu uppi.. Innst eru mjög lágar dyr. Þær eru að
gröfinni, og verður að beygja sig djúpt til að komast inn um
þær. Það vekur í senn lotningu og minnir á það, hvernig
í guðspjöllunum stendur, að lærisveinar Jesú hafi gægst inn
í gröfina. Hún er fjórtánda, síðasta stöð Via Dolorosa. Mikla
birtu leggur á móti okkur frá fjölda af lömpum, sem loga
dag og nótt, og Grikkir, Rómverjar, Armeningar og Koptar
eiga. Við göngum inn í gröfina, eða grafhýsið. Hún er lítil,
bæði styttri og þrengri en Engils-kapellan, um 2 metrar á
lengd en tæpir 2 á breidd og geta ekki verið þar fleiri en
3—4 menn í einu. Hún er öll lögð marmara. Hægra megin
er sýndur “staðurinn þar sem þeir lögðu hann”. Þar er stall-
ur að endilöngu klappaður í steininn og bogahvelfing yfir
honum. Hann er tæplega meter á hæð og mátulega breiður
fyrir lík. Svo voru stallagrafir á Gyðingalandi á Krists dög-
um. Hvít marmarahella liggur á stallinum, brostin í sundur
í miðju, en yfir er meitluð í marmarann mynd af upprisu
Krists. Við stallinn hafa verið sungnar tíðir daglega, og er
hann þá altarið. Við hann falla pílagrímarnir fram og kyssa
steininn. Inni eru blóm, og rennur ilmur þeirra saman við
reykelsisanganina. Hve lengi við vorum hér, veit ég ekki.
Þau augnablik eru til, að eilífðin nemur tímann burt. kemur
sjálf í staðinn, en á mannlegan mælikvarða hefir það senni-
lega verið stutt stund. Eg man það að ég óskaði þess, að hér
hefðu þeir mátt krjúpa, Hallgrímur Pétursson, Matthías
Jochumsson, Valdimar Briem, og svo hefðu þeir getað sungið
eitthvað af reynslu sinni inn í þjóðarsál íslendinga. Eg kann
ekki að lýsa nema með þögninni. Hann er nálægur á þessum
stað “sigrarinn dauðans sanni”, ekki aðeins sigrari dauða
líkamans, heldur sigrari dauðans í mannssálunum, sem hver
maður verður að lokum að gefast upp fyrir og hætta að
spyrna á móti broddunum, sigurhetjan, sem hvert kné hlýt-
ur um síðir að beygja sig fyrir — frelsarinn. Fyrir innan