Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 16
78
Sambininqin
ananna, sem vakna í gröf Krists. Hann er hér nálægur, sem
lét lrf sitt fyrir okkur. Og þó, — “þér leitið að Jesú frá
Nazaret, hinum krossfesta; hann er upprisinn, hann er ekki
hér; sjá, þarna er staðurinn þar sem þeir lögðu hann”. Við
gengum úr Grafarkirkjunni inn í kapelluna. Nú er hún orð-
m Upprisukirkja þegar við komum aftur út.
Við höldum norður milli súlnanna og komum eins og í
veglegt og hátt fordyri að stórri kapellu, sem Fransiskanar
eiga, Opinberunar-kapellunni. í fordyrinu eru eingöngu
sungnar latneskar messur. Þar verða fyrir okkur á gólfinu
tveir marmarahringir. Syðri hringurinn á að marka staðinn
í garði Jósefs i'rá Arimaþeu, þar sem María Magdalena stóð
á páskadagsmorguninn, en sá nyrðri, staðinn þar sem Jesús
stóð upprisinn og spurði hana: “Kona, hví grætur þú?” —
Kapellan stendur fáeinum þrepum hærra á þeim stað, sem
katólskir menn telja að Jesús hafi birzt móður sinni. Þar
er orgel, eina hljóðfærið í kirkjunni. Organleikarinn situr
við það. Nú slær hann fyrstu tónana. “Lítið við”, hvíslar
förunautur okkar. Við sjáum nú mikla skrúðfylkingu koma
niður að austan úr kirkjunni, og vitum að það hefir verið
hún sem söng á Golgata. Þetta eru dýrleg hátíðahöld. í sömu
andrá rifjast upp fyrir mér, að nú er einmitt Pétursmessa
og Páís, sem liðu báðir píslarvættisdauða í Rómaborg 29.
júní árið 67. Fylkingin líður áfram í áttina til grafarinnar.
Prestarnir í fullum skrúða í fararbroddi, aldraðir menn. Þá
koma munkar í síðum kuflum, Fransiskanar, og þvkist
Magnús* þekkja dr. Saller í flokknum, svo nunnur, svart-
klæddar, með stóra hvíta motra og loks námsstúikur og
faldar einnig hvítu. Þau halda á logandi kerti í hendi hvert
um sig. Þau syngja öll óumræðilega hrífandi tilbeiðslusálm.
Annan eins söng höfðum við aldrei heyrt og munum aldrei
heyra hér í lífi. Við færum okkur nær, komum aftur að súl-
um Upprisukirkjunnar. Presturinn, sem fremstur er, gengur
inn í grafarkapelluna, en hin öll falla á kné, flest létt eins
og ósjálfrátt. Einum presti, fjörgömlum og ellimóðum og
lotnum, veitist það þó mjög erfitt, en ég sé það á svip hans, *
að “á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra” muni hann vilja
krjúpa. Reykelsiskerum er veifað. Tíðasöngur og sálmasöng-
ur skiptast á. “Kristur, miskunna þú oss”, er endurtekið
* Prófessor dr. Magnús Jónsson, annar höfundur bókar-
innar Jórsalaför. — Ritstjóri.