Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 8
70 SiMIININQlN Petter Dass líktist um það hinum eldri samtíðarmönnum sínum og höíuðskáldum íslenzkum, þeim séra Hallgrími Péturssyni og séra Stefáni Ólafssyni, að hann er jafnvígur á veraldlegan og andlegan kveðskap, og hefir látið eftir sig merkileg verk, sem lifað haía, á báðum þeim sviðum. Af veraldlegum kvæðum hans eiga “Dalavísur” hans — “Den norske Dale-Vise” — sérstöðu bæði um efni og rímna- leikni; voru þær fyrst prenntaðar í Kaupmannahöfn 1683, hið eina af verkum hans, sem vitað er um, að út hafi komið um hans daga. Er þar um að ræða mjög raunsæja og ber- sögla lýsingu á lífinu í norskum dalabyggðum, og kennir þar víða markvissrar ádeilu. Kvæðið er skemmtilegt að sama skapi, enda hef'ir það orðið vinsælt mjög; leikur skáldið sér þar að dýrum bragarhætti, og hefir það átt sinn þátt í því að halda kvæðinu lifandi á vörum manna. Að efni til eru “Dalavísurnar” skyldar aðalriti Petfers Dass og því verki hans, sem hann á skáldfrægð sína mest að þakka, en það er kvæðaflokkurinn “Nordlands-Trompet” — Hálogalands-lúðurinn, — alhliða lýsing á Hálogalandi og Há- logalendingum í bundnu máli. Vann skáldið að þessu riti sínu í meir en tvo áratugi, og lauk því eigi fyrr en á seinni árum sínum. Það náði mikilli útbreiðslu í afritum, en kom ekki út á prenti fyrr en 1739, heilum mannsaldri eftir lát höfundarins, en síðan hefir hver útgáfan rekið aðra. í kvæðaflokki þessum hefir skáldið náð ágætlega þeim tilgangi sínum: að fræða og skemmta í senn. Rauntrú og lifandi lýsing á staðháttum í Hálogalandi og lífi íbúa þess, í blíðu og stríðu, atvinnuvegum, siðum og háttum, belst þar í hendur við skáldlega túlkun á viðfangsefninu. Skáldið yrkir hér um það, sem hann hefir séð og reynt, t. d. lýsir hann á áhrifamikinn hátt prestsstarfinu í þessu hrikafengna og einangraða umhverfi, eins og það var á þeim dögum. Það er flug og tilbreytni í lýsingum kvæðaflokksins, samfara létt- leika í rími, og bragarhættirnir falla vel að efninu. En alstað- ar í kvæðunum er trúarhneigð höfundar og bjargföst guðs- trú hans sterk undi'ralda, og nærtæk verða honum dæmin úr daglega lífinu til uppbyggingar og áminningar. Innihald og efnismeðferð áttu því sameiginlegan þátt í því að afla kvæðaflokki þessum slíkra vinsælda, að fágætt er í norskum bókmenntum, og þá sérstaklega meðal Hálogalendinga, sem talið hafa sér metnað í því að kunna kvæðin utanbókar og hafa þau með þeim hætti á hraðbergi. Sjá má áhrif sam-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.