Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 5
Sambininqin
67
í föðurætt var Petter Dass skoskur; hafði faðir hans leitað
til Noregs og staðnæmst í Bjorgvin, en síðan flutt búferlum
til Hálogalands og kvænst þar norskri fógetadóttur. Var
Petter Dass elsta barn þeirra, fæddur í Nord-Herö — Norður
Herey — í Alstahaug-prestakalli árið 1647. Kornungur missti
hann föður sinn og ólst upp hjá ættingjum sínum, meðal
annara móðursystur sinni og manni hennar, er var sóknar-
prestur í Namdal — Naumudal. — Var hann settur til mennta
í dómkirkju — stiftis — skólanum í Björgvin, undi þar vel
hag sínum og varð stúdent árið 1666. Stundaði hann síðan
guðfræðinám á Kaupmannahafnar háskóla í tvö ár, en átti
erfitt uppdráttar sökum fátæktar, eins og hann hefir lýst
eftirminnilega í kvæðum sínum. Var fjárhagur hans svo
þröngur á háskólaárunum, að hann gat ekki einu sinni aflað
sér þeirra bóka, sem honum lék hugur á að komast hönd-
um yfir. —
Hvarf hann því aftur heim til Noregs og varð heimilis-
kennari hjá prestinum í Vefsen-sókn í Hálogalandi. — Þar
kynntist hann og kvæntist nokkurum árum síðar stjúpdótt-
ur prestsins, Margrete Andersdatter. Árið 1673 prestvígðist
hann og gerðist aðstoðarprestur í Nesne-sókn, sem einnig
er í hinu víðlenda Alstahaug-prestakalli. Bjó hann við sult-
arlaun á þessum fyrstu prestsskaparárum sínum og átti við
mikla fátækt að stríða.
Stórum bötnuðu þó kjör hans, er hann varð prestur í
Nesne-sókn árið 1681, og þó einkum eftir að hann var skip-
aður sóknarprestur í Alstahaug-prestakalli átta árum síðar,
en það var víðlendasta og tekjumesta prestakall norðan
Dofrafjalla; voru tekjurnar að miklu leyti tíund af fiski —
skreið, — er seldur var kaupmönnum í Björgvin.
Gerðist Petter Dass nú einnig héraðshöfðingi mikill og
athafnamaður norður þar. Hann fór ósjaldan sjálfur með
fiskiflutningsskútu sinni til Björgvin, og má geta nærri, að
honum hafi verið mikil tilbreyting og andleg hressing að
þeim ferðum, því að Björgvin var þá bæði um margt menn-
ingarmiðstöð, og heimsborgarablær eigi lítill á lífinu í þeirri
mannmörgu verzlunar- og siglingaborg á þeirra tíma mæli-
kvarða. —
Varð Petter Dass brátt stórauðugur maður, en jafnframt,
að dómi samtíðarinnar, góðgerðasamur mjög og gestrisinn
að sama skapi;v prestssetur hans var einnig í þjóðbraut á
skipaleiðum, rétt við rætur “Sjösystra”-tindanna tignarlegu