Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 6
68 Sambininoin og frægu, og má því geta nærri, hvort eigi hafi oft gest- kvæmt verið á höfðingjasetrinu, og húsráðanda efalaust vel að skapi, jafn þjóðlegur og hann var og mannblendinn. — Sem dæmi um höfðingskap hans og örlæti, er það í frásögur fært, að hann hafi á hörðu árunum 1696—’98, þá er upp- skerubrestur varð norðan fjalla í Noregi, gefið fátækum í Hálogalandi korn svo mörg hundruð tunnum skipti. Á hinn bóginn stóð hann fast á rétti sínum, að skilningi og sið þeirr- ar tíðar kirkjulegra höfðingja eigi síður en veraldlegra, enda naut hann óskorðaðrar virðingar sóknarbama sinna og varð ástsæll af þeim fyrir margra hluta sakir. Hann var maður stórbrotinn og heilsteyptur að skapgerð, léttlyndur og líísglaður að eðlisfari, eins og sjá má næg merki í skáldskap hans, enda átti hann ágætri heilsu að fagna fram á efri ár. Eigi var hann hár vexti, en þrekvax- inn, “þéttur á velli og þéttur í lund”, og kom það sér vel, að hann var bæði hraustur og harðfengur, á löngum og erfið- um sjóferðum hans fyrir opnu hafi í víðlendu prestakalli hans í Hálogalanadi. Var hann og talinn hvers sjómanns jafni um hreysti, þá er í harðbakka sló, og er þess sérstak- lega getið, að vart hafi hann nokkru sinni látið guðsþjón- ustu niður falla, hvernig sem viðraði. Fór það því að von- um, að slíkur maður yrði sókndjörfum og særoknum Háloga- lendingum vel að skapi, enda kunnu þeir ágætlega að meta þennan höfuðklerk sinn. Þar við bættist, að hann var bæði atkvæðamikill og mælskur kennimaður, og þá eigi síður hitt, að hann var mesta skáld sinnar samtíðar í Noregi, og þó víðar væri leitað. Oft komst Petter Dass, sem vænta mátti, í krappan dans á sjóferðum sínum, en horfðist djarflega í augu við lífs- hættuna, þegar svo bar undir; leit hann einnig svo á, að ætti það fyrir honum að liggja að drukkna í söltum sæ á embættisferðum sínum, þá yrðu það fögur endalok ævi, sem lifað hefir verið í guðsótta og starfsgleði, eins og fram kemur fagurlega og einlæglega í einu kvæða hans, sem löngum er vitnað til í norskum bókmenntasögum. Skyldu- rækni hans lýsir sér þar einnig, svo að eigi verður um villst. Sorgir og annað mótlæti urðu og hlutskipti Petters Dass í fullum mæli. Hann varð á bak að sjá mannvænlegum syni sínum, ungum námsmanni, sem líklegur var til frama. Eitt sinn missti hann einnig mjög mikinn hluta eigna sinna, þá er seglskúta hans fórst á leið til Björgvin; skall einnig

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.