Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 10
72
Sameininoin
vitni hæfileika höfundarins til söguljóðagerðar og samfelldr-
ar frásagnar.
Umfangsmest trúarlegra rita hans í bundnu máli er þó
hið mikla sálmasaín hans “Evangelie-Sange” — Guðsspjalla-
söngvar, — einn fyrir hvern sunnudag kirkjuársins; þó að
söngvar þessir jafnist eigi að við aðra beztu sálma hans, er
eigi að síður margt vel um þá, enda hafa þeir komið út í
fjöldamörgum útgáfum og því náð mikilli hylli og útbreiðslu,
svo að sumir þeirra hafa verið sungnir fram á vora daga.
Andleg ljóð Petters Dass, ekki síst endursagnir hans úr
bókum Ritningarinnar, bera glöggt vitni frásagnargleði
hans, og djarflega horfist hann einnig í augu við raunveru-
leikann í þeim skáldskap sínum. Rétttrúnaðarmaður var
hann að þeirrar tíðar hætti; kenning hans óvæg og karl-
mannleg, starfs- og stríðstrú, heilbrigð og laus við alla ofur-
viðkvæmni. Trúartraust hans er á bjargi byggt, en um ann-
að fram leggur hann áherzlu á trúna sem leiðarstjörnu hérna
megin grafar, túlkar hana í sambandi við mannlegt líf, kjör
og andlegar þarfir þess fólks, sem hann lifði og starfaði með.
Hann yrkir jafnan með safnaðarfólkið í huga, sem vekjari
og fræðari, enda fann boðskapur hans djúpt og varanlegt
bergmál í hugum fólksins. Andríkir sálmar hans, svipmerktir
hispurleysi hans og heilskyggni á mannlífið, stungu mjög í
stúf við hinn almenna harmagrát í andlegum kveðskap sam-
tíðarinnar. Og enn geta hjörtu manna orðið snortin við lest-
ur eða söng hinna ágætustu sálma hans, og á það við um
þann lofsöng hans um kirkjuna, í íslenzku þýðingunni, sem
að framan var vikið að, og alkunn er.
Sjá má ótvíræð áhrif frá skáldskap Petters Dass í norskri
ljóðagerð, og margir urðu beinlínis til þess að stæia hann;
einkum varð langlífur í Hálogalandi þjóðlegur kveðskapur
í hans anda, bæði um málfar og ljóðbúning. En það er til
marks um lýðhylli hans, að fjöldi þjóðsagna myndaðist um
hann, er einkum segja frá því, hvernig hann lék á kölska
með ýmsu móti, og hefir því í meðvitund almennings verið
talinn “vita jafnlangt nefi sínu”, og urðu þær sagnir líf-
seigar mjög. Annars bera þjóðsagnir þessar því órækan vott,
hversu djúp áhrif stórbrotinn persónuleikur Petters Dass
hefir haft á samtíðarmenn hans, og þá sérstaklega Háloga-
lendinga, sem enn varðveita nafn hans í þakklátri minningu.
Hitt skiptir þó enn meira máli á þriggja alda afmæli
Petters Dass, að trúarljóð hans hafa verið mikið afl í and-