Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 9
Sambxninqin
71
tíðarskálda í kvæðum ]>essum, en beri maður kvæðaflokkinn
saman við líklega fyrirmyndir hans, ber hann af þeim sem
gull af eir um hreinan skáldskap, bæði að raunsæi, hug-
myndaflugi og málbúningi; höfundurinn hefir farið sínar
eigin götur, með þeim árangri, að þetta fræga verk hans er
“hold af hans holdi, og blóð af hans blóði”.
Hinn andlegi skáldskapur Petters Dass er eigi síður
merkilegur en veraldlegur skáldskapur hans, enda voru and-
leg ljóð hans og sálmar drjúgum meiri að vöxtum, en einnig
ærið misjöfn að gæðum og varanlegu gildi, svo sem von-
legt var. —
Sérstaklega mikilli útbreiðslu áttu söngvar hans um fræð-
in — “Katekismus-sange” — að fagna, en þar færði hann í
Ijóðabúning öll fræði Lúters. Var bók þessi þegar mjög víð-
lesin um gjörvallan Noreg og einnig all útbreidd í Dan-
mörku. Vitað er um eitthvað 30 útgáfur af henni, en fullyrt,
að þær hafi verið miklu fleiri, enda eru þau norsk rit telj-
andi, sem átt hafa slíkri lýðhylli að fagna um tveggja alda
skeið. Líta einnig ýmsir svo á, að í þessum sálmum sínum
um fræðin nái Petter Dass hæst sem skáld; eitt er víst, að
þeir bera langt af flestu öðru í andlegum kveðskap samtíðar-
innar. Yfir þeim er sá blær hughreysti og lífsgleði, sem sér-
kennir önnur ágætustu kvæði höfundarins, samfara hjarta-
hlýju og hugmyndaauði, er óvenjulegt var á þeirri tíð, að
ógleymdri rímleikninni. Sálmar þessir voru, eins og efnið
bendir til og höfundurinn tekur fram, einkum ætlaðir æsku-
lýðnum, og eru ortir undir lögum, sem jafnan er vitnað til.
Náðu þeir einnig ágætlega tilgangi sínum; ungir og gamlir
lærðu þá utaanbókar og sungu þá bæði við guðsþójnustur og
á öðrum mannamótum. M. B. Landstad tók einnig upp úrval
úr þeim í sálmabók sína, og er suma þeirra enn að finna í
hinni endurskoðuðu útgáfu hennar.
Önnur trúarljóð Petters Dass fjalla um valin efni úr
Gamla- og Nýja-testamentinu, svo sem safnið “Aandelig
Tidsfordriv eller Bibelsk Visebog” — Andleg dægradvöl eða
Bibliuljóð, — er einnig varð víðlesið og vinsælt af almenn-
ingi, ekki sízt sálmurinn um loforð Jepta, er sérprentaður
hefir verið ótal sinnum bæði í Noregi og Danmörku. — Þá
færði hann í ljóðabúning bækur Ritningarinnar um Ruth,
Esther og Judith, en af þeirri bók kom aðeins út ein út-
gáfa — 1723, — og er hún þó að ýmsu leyti merkileg, ber